Íslenski boltinn

Málglaður fjórði dómari skapaði pirring: „Ég geri skiptinguna, ekki þú“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum á sunnudagskvöldið.
Úr leiknum á sunnudagskvöldið. vísir/skjáskot

Einar Ingi Jóhannsson var fjórði dómari í leik Víkinga og Breiðabliks í fyrrakvöld þar sem mikið var undir. Frammistaða Einars vakti athygli í leiknum.

Engir áhorfendur voru á leiknum, vegna kórónuveirunnar og því heyrðist allt sem fór fram á milli bekkjanna.

„Ég var að lýsa þessum leik og er fyrir ofan á milli varamannabekkjanna. Mér fannst ég alltof mikið að heyra fjórða dómarann að vera svara með „attitudei“ og hann var ekki að búa til góða stemningu þarna niðri. Bara langt frá því og þetta er ekki hans starf að mínu mati,“ sagði Guðmundur Benediktsson.

Atli Viðar Björnsson tók svo við boltanum.

„Núna heyrum við allt sem fer fram þegar það eru engir áhorfendur. Þetta blasti við manni þegar maður var að horfa á leikinn. Þetta voru óþarfa komment og hann var svo sannarlega ekki að róa menn eða stilla til friðar. Þetta var mjög sérstakt.“

Í lok klippunnar var svo birt brot úr leiknum þar sem Blikarnir biðja um skiptingu en Einar Ingi segist ekki vera tilbúinn. Blikarnir segjast þá vera tilbúnir og Einar Ingi svarar þá:

„Já, ekki ég. Ég geri skiptinguna, ekki þú,“ sagði Einar og spekingarnir skelltu upp úr.

„Ég legg til að þetta verði bætt. Hafa gaman af vinnunni. Fótbolti er vinna fyrir dómara, leikmenn og alla. Það á að vera gaman. Það verður ekki gert svona með almenn leiðindi,“ sagði Guðmundur.

Innslagið má sjá hér að neðan.

Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um fjórða dómarann



Fleiri fréttir

Sjá meira


×