Íslenski boltinn

FH tapaði fyrir Grindavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH. vísir/bára

FH endar í 7. sæti Fótbolti.net mótsins eftir að liðið tapaði í dag 3-2 fyrir Grindavík í Skessunni.Grindavík leiddi 1-0 í hálfleik og bætti við tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks.FH minnkaði muninn á 56. mínútu og enn frekar á 84. mínútu en Grindavík missti mann af velli með rautt spjald á 70. mínútu. Lokatölur þó 3-2.HK og Grótta gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í leiknum um 5. sætið en HK hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.Stjarnan vann svo 3-1 sigur á ÍBV í leiknum um 3. sætið. Stjörnumenn komust snemma í 2-0 en ÍBV minnkaði muninn á 23. mínútu.Eyjamenn fengu rautt spjald á 88. mínútu og í uppbótartíma komust Stjörnumenn í 3-1 sem urðu lokatölurnar.Úrslitin eru fengin frá úrslit.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.