Íslenski boltinn

FH tapaði fyrir Grindavík

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH.
Ólafur Kristjánsson er þjálfari FH. vísir/bára

FH endar í 7. sæti Fótbolti.net mótsins eftir að liðið tapaði í dag 3-2 fyrir Grindavík í Skessunni.

Grindavík leiddi 1-0 í hálfleik og bætti við tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks.

FH minnkaði muninn á 56. mínútu og enn frekar á 84. mínútu en Grindavík missti mann af velli með rautt spjald á 70. mínútu. Lokatölur þó 3-2.

HK og Grótta gerðu markalaust jafntefli í Kórnum í leiknum um 5. sætið en HK hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

Stjarnan vann svo 3-1 sigur á ÍBV í leiknum um 3. sætið. Stjörnumenn komust snemma í 2-0 en ÍBV minnkaði muninn á 23. mínútu.

Eyjamenn fengu rautt spjald á 88. mínútu og í uppbótartíma komust Stjörnumenn í 3-1 sem urðu lokatölurnar.

Úrslitin eru fengin frá úrslit.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.