Sport

Fyrsta konan sem þjálfar í Super Bowl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Katie Sowers skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Super Bowl í gær.
Katie Sowers skráði nafn sitt á spjöld sögunnar í Super Bowl í gær. vísir/getty

Katie Sowers varð í gær fyrsta konan sem þjálfar í Super Bowl, úrslitaleik NFL-deildarinnar.

Hún er aðstoðarsóknarþjálfari hjá San Francisco 49ers sem tapaði fyrir Kansas City Chiefs, 31-20.



Sowers er jafnframt fyrsti samkynhneigði þjálfarinn sem tekur þátt í Super Bowl.



Hún hefur starfað í NFL-deildinni undanfarin fjögur ár. Fyrsta árið var hún með Atlanta Falcons en færði sig svo yfir til Niners 2017.

Alls voru átta konur í þjálfarateymum liðanna í NFL í vetur, helmingur þeirra í fullu starfi.

Sowers á tvíburasystur sem mætti að sjálfsögðu á leikinn í Miami í gær. Fyrir leikinn óskaði hún systur sinni góðs gengis í viðtali við Fox en það dugði ekki til.


Tengdar fréttir

Tíu bestu Super Bowl auglýsingarnar

Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers í Super Bowl í Miami.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×