Lífið

Tíu bestu Super Bowl auglýsingarnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stórfyrirtæki leggja allt í sölurnar fyrir Super Bowl.
Stórfyrirtæki leggja allt í sölurnar fyrir Super Bowl.

Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers í Super Bowl í Miami.

Eins og vanalega eru það auglýsingarnar sem fá mikla athygli en helstu stórfyrirtæki heims birta vanalega glænýjar auglýsingar milli leikhluta og í sérstökum auglýsingahléum.

Fyrir hverjar 30 sekúndur af sjónvarpsauglýsingu þurfa fyrirtæki að greiða fimm milljónir dollara eða því sem samsvarar 620 milljónir íslenskra króna.

YouTube-síðan MediocreFilms hefur tekið saman tíu bestu auglýsingarnar í kringum þennan merkilega íþróttaviðburð, eins og stjórnendur síðunnar hafa gert síðustu tíu ár.

Að þessu sinni voru það auglýsingar frá Reese´s, Amazon, Soda Stream, Michelob Ultra, Bud Light, Mountain Dew, Avacados from Mexico, Little Caesars sem slógu rækilega í gegn að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×