Lífið

Maturinn á Super Bowl: Metnaðurinn nær nýjum hæðum

Samúel Karl Ólason skrifar
Kræsingarnar eru yfirlega í "bandarískari-kantinum“, ef svo má að orði komast og oftar en ekki mjög svo girnilegar.
Kræsingarnar eru yfirlega í "bandarískari-kantinum“, ef svo má að orði komast og oftar en ekki mjög svo girnilegar.

Íþrótta- og menningarviðburðurinn Super Bowl fór fram vestanhafs í nótt, þar sem Kansas City Chiefs frá Missouri báru sigur úr býtum gegn San Francisco 49'ers í æsispennandi leik. Áhugi Íslendinga á NFL-deildinni hefur aukist á undanförnum árum og samhliða því hefur metnaðurinn fyrir Super Bowl samkvæmum aukist einnig.

Besti mælikvarðinn á það er ef til vill sá hafsjór mynda sem Íslendingar birta af veisluborðum sínum meðan Super Bowl stendur yfir og í aðdraganda leiksins.

Kræsingarnar eru yfirlega í „bandarískari-kantinum“, ef svo má að orði komast og oftar en ekki mjög svo girnilegar. Svo virðist sem metnaðurinn hafi aldrei verið meiri.

Hér að neðan má sjá umfangsmikið úrval af þeim myndum sem birtar voru á Twitter í gær undir #Nflisland.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×