Sport

Síðasti dansinn hjá Kelce?

Er Travis Kelce að spila síðustu leiki sína í NFL-deildinni þessa dagana? Líkurnar á því virðast aukast, samkvæmt fregnum vestanhafs.

Sport

Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá

Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í dag að miðjumennirnir Bruno Fernandes og Kobbie Mainoo verði báðir fjarri góðu gamni þegar lið hans mætir Newcastle United á annan í jólum.

Enski boltinn

Viður­kenna að VAR hafi bilað

Leikmenn og þjálfarar Benín voru æfir eftir að hafa verið neitað um vítaspyrnu í 1-0 tapi fyrir Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í D-riðli Afríkumótsins í gær. VAR-búnaður á vellinum bilaði svo dómari leiksins gat ekki endurskoðað atvikið.

Fótbolti

Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótel­her­bergi

Liðsfélagar norska skíðaskotfimikappans Sivert Guttorm Bakken fóru að undrast um hann þegar hann hafði ekki skilað sér niður í morgunmat í gær, á hóteli landsliðsins á Ítalíu. Þeir fundu hann látinn inni á herbergi en Bakken var aðeins 27 ára gamall.

Sport

Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV

Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka, sem unnið hefur fimm risamót á ferlinum, hefur ákveðið að yfirgefa LIV-mótaröðina og er þar með fyrsta stjarnan sem kveður þessa umdeildu mótaröð. Ekki liggur fyrir hvort það þýði að hann snúi aftur á PGA-mótaröðina.

Golf

Arsenal í undanúr­slit eftir vító

Arsenal vann afar torsóttan en sanngjarnan sigur á Crystal Palace í vítaspyrnukeppni, eftir 1-1 jafntefli, í lokaleik 8-liða úrslita enska deildabikarsins í fótbolta í kvöld. Arsenal mætir því Chelsea í undanúrslitum keppninnar.

Enski boltinn

Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en á­fram þjálfari kvenna­liðsins

Arnar Daði Arnarsson fékk heldur kaldar jólakveðjur frá handknattleiksdeild Stjörnunnar í hádeginu í dag þegar honum var tilkynnt að hann yrði að stíga til hliðar sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann er þó áfram þjálfari meistaraflokks kvenna og yngri flokka en ætlar að skoða sín mál yfir jólin

Handbolti