Dele Alli er ekki reiður út í Raheem Sterling vegna tæklingarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2020 16:00 Raheem Sterling var ekki alltof vinsæll hjá Hugo Lloris og félögum í Tottenham í leiknum í gær. Getty/Catherine Ivill Raheem Sterling hefði auðveldlega getað endað tímabilið hjá Dele Alli í leik Tottenham og Manchester City en Dele Alli ber engan kala til félaga síns í enska landsliðinu. Raheem Sterling var mjög heppinn að sleppa með gula spjaldið þegar hann fór með takkana á undan inn í fót Dele Alli. Sterling slapp væntanlega í Varsjánni af því að hann kom aðeins við boltann fyrst en tæklingin var engu að síður mjög ljót. Dele Alli náði ekki að hrista af sér tæklinguna og fór á endanum af velli. Þeir tókust hins vegar í hendur í upphafi seinni hálfleiks og Dele Alli ætlaði ekki að gera mál úr þessu. Dele Alli says no ill feeling with Raheem Sterling over late tackle @JacobSteinberg https://t.co/Zt5eknKDz9— Guardian sport (@guardian_sport) February 3, 2020 „Við töluðum saman um þetta í hálfleik og við erum góðir vinir. Ég veit hvernig leikmaður Raheem er og hann myndi aldrei reyna að meiða leikmann viljandi. Það voru engin illindi. Hann er frábær leikmaður og við höldum bara áfram,“ sagði Dele Alli. Þessi tækling gæti þó haft sína eftirmála fyrir hann. Dele Alli haltraði af velli og það á eftir að koma í ljós hvort hann missir af einhverjum leikjum á næstunni. Alli var ekki vissu um það hvort Sterling hafi átt að fá þarna rautt spjald. „Ég er ekki viss ef ég segi alveg eins og er. Ég hef ekki horft á þetta almennilega og þetta er augljóslega ákvörðun sem dómarinn og Varsjáin þurfa að taka,“ sagði Dele Alli. Tottenham vann leikinn 2-0 með mörkum frá Steven Bergwijn og Son Heung-min en liðið er nú fjórum stigum frá fjórða sætinu. Chelsea situr þar og liðin mætast 22. febrúar næstkomandi. Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Raheem Sterling hefði auðveldlega getað endað tímabilið hjá Dele Alli í leik Tottenham og Manchester City en Dele Alli ber engan kala til félaga síns í enska landsliðinu. Raheem Sterling var mjög heppinn að sleppa með gula spjaldið þegar hann fór með takkana á undan inn í fót Dele Alli. Sterling slapp væntanlega í Varsjánni af því að hann kom aðeins við boltann fyrst en tæklingin var engu að síður mjög ljót. Dele Alli náði ekki að hrista af sér tæklinguna og fór á endanum af velli. Þeir tókust hins vegar í hendur í upphafi seinni hálfleiks og Dele Alli ætlaði ekki að gera mál úr þessu. Dele Alli says no ill feeling with Raheem Sterling over late tackle @JacobSteinberg https://t.co/Zt5eknKDz9— Guardian sport (@guardian_sport) February 3, 2020 „Við töluðum saman um þetta í hálfleik og við erum góðir vinir. Ég veit hvernig leikmaður Raheem er og hann myndi aldrei reyna að meiða leikmann viljandi. Það voru engin illindi. Hann er frábær leikmaður og við höldum bara áfram,“ sagði Dele Alli. Þessi tækling gæti þó haft sína eftirmála fyrir hann. Dele Alli haltraði af velli og það á eftir að koma í ljós hvort hann missir af einhverjum leikjum á næstunni. Alli var ekki vissu um það hvort Sterling hafi átt að fá þarna rautt spjald. „Ég er ekki viss ef ég segi alveg eins og er. Ég hef ekki horft á þetta almennilega og þetta er augljóslega ákvörðun sem dómarinn og Varsjáin þurfa að taka,“ sagði Dele Alli. Tottenham vann leikinn 2-0 með mörkum frá Steven Bergwijn og Son Heung-min en liðið er nú fjórum stigum frá fjórða sætinu. Chelsea situr þar og liðin mætast 22. febrúar næstkomandi.
Enski boltinn Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira