Bjargaði börnum á síðustu stundu í Reynisfjöru Samúel Karl Ólason skrifar 8. febrúar 2020 22:06 Reynisfjara er gífurlega vinsæll áfangastaður ferðamanna sem hingað koma til lands. Vísir/Friðrik Þór Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. Þá skall stór alda á þeim og drógust þau út í sjó. Maðurinn hljóp út í og tókst að ná báðum börnunum á land. Leiðsögumaðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið þegar hann ræddi við blaðamann Ríkisútvarpsins, segist alltaf stressaður þegar hann fer með ferðamenn í Reynisfjöru. Samstarfsmaður leiðsögumannsins sagði frá atvikinu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld. Þar segir að leiðsögumaðurinn hafi þurft að hafa verulega fyrir því að ná börnunum í land. Annað hafi verið komið töluvert frá landi. Leiðsögumaðurinn var í fylgd með ferðamönnum frá Þýskalandi þegar þau sáu foreldrana og börnin í fjörunni. Í áðurnefndri færslu segir að hann hafi strax fengið ónot í magann þegar hann sá börnin leika sér í fjörunni og var að gera sig líklegan til að hafa afskipti af þeim þegar aldan skall á börnunum. „Þá tók leiðsögumaðurinn á rás og á meðan voru foreldrarnir eins og steinrunnir og vissu ekki hvað þau áttu að gera. Á meðan byrjuðu börnin að sogast lengra út. Á þessum tímapunkti voru bæði börnin fljótandi á maganum með andlitin á kafi í sjónum,“ segir í færslunni. Á meðan leiðsögumaðurinn fór á eftir barninu sem var komið lengra frá landi reyndi faðir þeirra að ná hinu á land. Það gekk þó ekki vel hjá honum og endaði leiðsögumaðurinn á að taka það líka á leiðinni í land með hitt. Börnunum varð ekki meint af en var mjög brugðið. Í samtali við RÚV segir leiðsögumaðurinn að fjölskyldan hafi verið horfin skömmu seinna, þegar hann hafi ætlað að athuga hvort það væri í lagi með þau. Hann segist hafa tilkynnt lögreglu atvikið og bætir við að skilti dugi ekki til í Reynisfjöru. Ferðamenn séu nánast í lífshættu þar, hvert sem þau snúi sér. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
Íslenskur leiðsögumaður bjargaði tveimur börnum ferðamanna úr bráðri lífshættu í dag. Börnin, sem sögð eru hafa verið um fjögurra til fimm ára og sex til sjö ára, voru að leika sér í fjörunni á meðan foreldrar þeirra horfðu á. Þá skall stór alda á þeim og drógust þau út í sjó. Maðurinn hljóp út í og tókst að ná báðum börnunum á land. Leiðsögumaðurinn, sem vildi ekki láta nafn síns getið þegar hann ræddi við blaðamann Ríkisútvarpsins, segist alltaf stressaður þegar hann fer með ferðamenn í Reynisfjöru. Samstarfsmaður leiðsögumannsins sagði frá atvikinu í hópnum Bakland Ferðaþjónustunnar á Facebook í kvöld. Þar segir að leiðsögumaðurinn hafi þurft að hafa verulega fyrir því að ná börnunum í land. Annað hafi verið komið töluvert frá landi. Leiðsögumaðurinn var í fylgd með ferðamönnum frá Þýskalandi þegar þau sáu foreldrana og börnin í fjörunni. Í áðurnefndri færslu segir að hann hafi strax fengið ónot í magann þegar hann sá börnin leika sér í fjörunni og var að gera sig líklegan til að hafa afskipti af þeim þegar aldan skall á börnunum. „Þá tók leiðsögumaðurinn á rás og á meðan voru foreldrarnir eins og steinrunnir og vissu ekki hvað þau áttu að gera. Á meðan byrjuðu börnin að sogast lengra út. Á þessum tímapunkti voru bæði börnin fljótandi á maganum með andlitin á kafi í sjónum,“ segir í færslunni. Á meðan leiðsögumaðurinn fór á eftir barninu sem var komið lengra frá landi reyndi faðir þeirra að ná hinu á land. Það gekk þó ekki vel hjá honum og endaði leiðsögumaðurinn á að taka það líka á leiðinni í land með hitt. Börnunum varð ekki meint af en var mjög brugðið. Í samtali við RÚV segir leiðsögumaðurinn að fjölskyldan hafi verið horfin skömmu seinna, þegar hann hafi ætlað að athuga hvort það væri í lagi með þau. Hann segist hafa tilkynnt lögreglu atvikið og bætir við að skilti dugi ekki til í Reynisfjöru. Ferðamenn séu nánast í lífshættu þar, hvert sem þau snúi sér.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04 Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00 „Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Fleiri fréttir Slitlag lagt að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Sjá meira
Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00
Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist. 19. nóvember 2019 18:04
Fjármagnar áhættumat á Reynisfjöru Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, mun fjármagna og fylgja eftir verkefni um áhættumat fyrir Reynisfjöru ásamt skilgreiningu verkferla. 16. nóvember 2019 10:00
„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. 11. nóvember 2019 22:15