Á rétt á bótum eftir að hafa tekist á loft við Reynisfjöru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2019 18:04 Reynisfjara er vinsæll ferðamannastaður. Fréttablaðið/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt að bresk kona sem slasaðist í ferð á vegum Sterna Travel árið 2014 eigi rétt á skaðabótum frá Sternu vegna helmings þess tjóns sem hún varð fyrir er hún slasaðist.Konan var á ferð hér á landi í október árið 2014 og daginn sem slysið varð var hún í rútuferð um Suðurland á vegum Sterna Travel. Stóð til að aka að Sólheimajökli en sökum slæms veður var hætt við það. Ekið var beint að Reynisfjöru þar sem farþegum var hleypt út til að skoða sig.Mjög hvasst var umræddan dag og gekk á með hviðum. Á bakaleið frá fjörunni tókst konan á loft í einni vindhviðunni, kastaðist á steina og meiddist við það á öxl. Var henni komið undir læknishendur en að því er fram kemur í dómi héraðsdóms hefur konan glímt við axlarmein frá því að slysið varð. Vildi meina að fararstjóri hefði sýnt af sér stórkostlegt gáleysi Deilur konunnar og Sternu snerust um það hvort að starfsmenn ferðaþjónustufyrirtækisins bæru sök á því hvernig fór. Vildi konan meina að óveður hafi geisað á svæðinu og að óforsvaranlegt hafi verið að hleypa ferðamönnum út úr rútunni við Reynisfjöru til að skoða sig um. Fararstjórinn hafi sýnt af sér stórkostlegt gáleysi með því að senda ferðamenn niður í fjöruna Vísaði konan meðal annars í gögn frá Veðurstofu Íslands sem sýndu að þegar ferðamönnum var vísað í fjöruna hafi hviður við mælingarstöðvar í næsta nágrenni farið upp í allt að 40 metra á sekúndu. Þá hafi veður reynst enn verra en spár gerðu ráð fyrir.Hún sjálf hafi tekið áhættuna Sterna vildi hins vegar meina að fyrirtækið bæri ekki ábyrgð á tjóni konunnar. Ósannað væri að konan hefði slasast við það að vindhviða feykti henni. Margvíslegar ástæður gætu verið fyrir falli hennar, svo sem að að hún hafi misstigið sig eða hrasað um eitthvað í fjörunni. Um óhappatilvik hafi verið að ræða. Þá hafi engar veðurviðvaranir verið gefnar og því hafi ekki þótt ástæða til að gera breytingar á ferðinni. Við komuna í Reynisfjöru hafi þó verið ljóst að hvassara var þar en gert var ráð fyrir. Vildi Sterna meina að fararstjórinn hefði mælst til þess að farþegar myndu ekki fara í fjöruna. Það hafi farþegar hins vegar ekki viljað og haldið í fjöruna. Þá sé það rangt að „algjört óveður“ hafi verið á svæðinu. Með því að fara í fjöruna hefði konan tekið meðvitaða áhættu sem hún sjálf bæri alla ábyrgð á.Ósannað að ferðamennirnir hafi fengið skýr fyrirmæli Í dómi héraðsdóms segir að bæði leiðsögumaður og ökumaður rútunnar hafi séð farþega fjúka til á bílastæðinu við Reynisfjöru. Þá hafi eiginmaður konunnar og vinur hennar séð konuna fjúka í vindhviðu með þeim afleiðingum að hún slasaðist. Það væri því nægjanlega sannað að vindhviða hafi orsakað fall hennar.Þá þótti héraðsdómi það ósannað að farþegarnir hafi fengið skýr og eindregin fyrirmæli um að hætta við för í fjöruna. Þó væri það ljóst að konunnni,sem og samferðarfólki hennar, hafi ekki geta dulist að veður hafi verið varasamt og var konan því talin bera nokkra ábyrgð á því hvernig fór.Viðurkenndi héraðsdómur því kröfu konunnar um að hún ætti rétt á skaðabótum úr hendi Sterna Travel vegna helmings tjóns hennar. Þá þarf Sterna að greiða konunni 500 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira