„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 22:15 Skjáskot úr myndbandinu sem ferðamaður í hóp Þórólfs tók og sjá má í fréttinni. Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. Þórólfur birti í kvöld myndband á Facebook sem einn af viðskiptavinum hans tók í fjörunni en Þórólfur var á ferð með hópi af ferðamönnum í Reynisfjöru á milli klukkan 14 og 15. Fyrr í kvöld sagði Vísir frá því að ferðamaður hefði slasast eftir að hafa lent í sjónum í Reynisfjöru í miklum öldugangi en tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 15. Aðstæður í fjörunni við hafa því væntanlega ekki verið ósvipaðar því sem sést hér í myndbandinu fyrir neðan sem er tekið skömmu áður en útkallið berst. Eins og sést voru ferðamennirnir í stórhættu vegna öldugangsins.Klippa: Ferðamenn í stórhættu í Reynisfjöru „Fólk var mikið að ögra hættunni þarna. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Þórólfur. Hann fer mikið í Reynisfjöru vegna vinnu sinnar og segir þetta ekki algenga sjón. „Nei, ég hef ekki oft séð þetta áður, náttúrulega myndbönd, en ég hef aldrei séð fjöruna svona rosalega,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa þá tilfinningu að fólk sem fari út í fjöruna við svona hættulegar aðstæður séu frekar ferðamenn á eigin vegum heldur en fólk í hópi með leiðsögumanni. „Eins og í mínu fyrirtæki þá lesum við alveg yfir hausunum á þeim, þótt það sé gott veður þá segjum við þeim alltaf að fara varlega og bendi bara á að fólk hafi týnt lífi sínu þarna. Svo getur það líka lesið skiltin á leiðinni,“ segir Þórólfur. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. Þórólfur birti í kvöld myndband á Facebook sem einn af viðskiptavinum hans tók í fjörunni en Þórólfur var á ferð með hópi af ferðamönnum í Reynisfjöru á milli klukkan 14 og 15. Fyrr í kvöld sagði Vísir frá því að ferðamaður hefði slasast eftir að hafa lent í sjónum í Reynisfjöru í miklum öldugangi en tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 15. Aðstæður í fjörunni við hafa því væntanlega ekki verið ósvipaðar því sem sést hér í myndbandinu fyrir neðan sem er tekið skömmu áður en útkallið berst. Eins og sést voru ferðamennirnir í stórhættu vegna öldugangsins.Klippa: Ferðamenn í stórhættu í Reynisfjöru „Fólk var mikið að ögra hættunni þarna. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Þórólfur. Hann fer mikið í Reynisfjöru vegna vinnu sinnar og segir þetta ekki algenga sjón. „Nei, ég hef ekki oft séð þetta áður, náttúrulega myndbönd, en ég hef aldrei séð fjöruna svona rosalega,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa þá tilfinningu að fólk sem fari út í fjöruna við svona hættulegar aðstæður séu frekar ferðamenn á eigin vegum heldur en fólk í hópi með leiðsögumanni. „Eins og í mínu fyrirtæki þá lesum við alveg yfir hausunum á þeim, þótt það sé gott veður þá segjum við þeim alltaf að fara varlega og bendi bara á að fólk hafi týnt lífi sínu þarna. Svo getur það líka lesið skiltin á leiðinni,“ segir Þórólfur.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00