„Aldrei séð fjöruna svona rosalega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 22:15 Skjáskot úr myndbandinu sem ferðamaður í hóp Þórólfs tók og sjá má í fréttinni. Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. Þórólfur birti í kvöld myndband á Facebook sem einn af viðskiptavinum hans tók í fjörunni en Þórólfur var á ferð með hópi af ferðamönnum í Reynisfjöru á milli klukkan 14 og 15. Fyrr í kvöld sagði Vísir frá því að ferðamaður hefði slasast eftir að hafa lent í sjónum í Reynisfjöru í miklum öldugangi en tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 15. Aðstæður í fjörunni við hafa því væntanlega ekki verið ósvipaðar því sem sést hér í myndbandinu fyrir neðan sem er tekið skömmu áður en útkallið berst. Eins og sést voru ferðamennirnir í stórhættu vegna öldugangsins.Klippa: Ferðamenn í stórhættu í Reynisfjöru „Fólk var mikið að ögra hættunni þarna. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Þórólfur. Hann fer mikið í Reynisfjöru vegna vinnu sinnar og segir þetta ekki algenga sjón. „Nei, ég hef ekki oft séð þetta áður, náttúrulega myndbönd, en ég hef aldrei séð fjöruna svona rosalega,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa þá tilfinningu að fólk sem fari út í fjöruna við svona hættulegar aðstæður séu frekar ferðamenn á eigin vegum heldur en fólk í hópi með leiðsögumanni. „Eins og í mínu fyrirtæki þá lesum við alveg yfir hausunum á þeim, þótt það sé gott veður þá segjum við þeim alltaf að fara varlega og bendi bara á að fólk hafi týnt lífi sínu þarna. Svo getur það líka lesið skiltin á leiðinni,“ segir Þórólfur. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Þórólfur Sævar Sæmundsson, leiðsögumaður, segist aldrei hafa séð jafn rosalegan öldugang í Reynisfjöru og var þar um tíma eftir hádegi í dag. Þórólfur birti í kvöld myndband á Facebook sem einn af viðskiptavinum hans tók í fjörunni en Þórólfur var á ferð með hópi af ferðamönnum í Reynisfjöru á milli klukkan 14 og 15. Fyrr í kvöld sagði Vísir frá því að ferðamaður hefði slasast eftir að hafa lent í sjónum í Reynisfjöru í miklum öldugangi en tilkynning um slysið barst lögreglu um klukkan 15. Aðstæður í fjörunni við hafa því væntanlega ekki verið ósvipaðar því sem sést hér í myndbandinu fyrir neðan sem er tekið skömmu áður en útkallið berst. Eins og sést voru ferðamennirnir í stórhættu vegna öldugangsins.Klippa: Ferðamenn í stórhættu í Reynisfjöru „Fólk var mikið að ögra hættunni þarna. Það var ótrúlegt að sjá þetta,“ segir Þórólfur. Hann fer mikið í Reynisfjöru vegna vinnu sinnar og segir þetta ekki algenga sjón. „Nei, ég hef ekki oft séð þetta áður, náttúrulega myndbönd, en ég hef aldrei séð fjöruna svona rosalega,“ segir Þórólfur. Hann segist hafa þá tilfinningu að fólk sem fari út í fjöruna við svona hættulegar aðstæður séu frekar ferðamenn á eigin vegum heldur en fólk í hópi með leiðsögumanni. „Eins og í mínu fyrirtæki þá lesum við alveg yfir hausunum á þeim, þótt það sé gott veður þá segjum við þeim alltaf að fara varlega og bendi bara á að fólk hafi týnt lífi sínu þarna. Svo getur það líka lesið skiltin á leiðinni,“ segir Þórólfur.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Tíunda skotið klikkaði Erlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Ferðamaður slasaðist í Reynisfjöru Viðbragðsaðilar á Suðurlandi voru kallaðir út um klukkan 15 í dag vegna erlends ferðamanns sem hafði slasast í miklum öldugangi í Reynisfjöru. 11. nóvember 2019 18:00