Erlent

Stór jarðskjálfti reið yfir Papúa Nýju-Gíneu

Andri Eysteinsson skrifar
Skjálftamiðjan var 120 km suður af borginni Kokopo (merkt).
Skjálftamiðjan var 120 km suður af borginni Kokopo (merkt). Google Maps

Jarðskjálfti að stærð 6,2 reið yfir suðvestur-Kyrrahafsríkið Papúa Nýju Gíneu í morgunsárið. Skjálftamiðjan var á 31 kílómetra dýpi 122 kílómetrum suður af borginni Kokopo, höfuðborg héraðsins Nýja-Austur Bretlands.

Í viðtali við fréttastofu Straits Times segir jarðskjálftafræðingurinn Trevor Allen hjá Jarðfræðistofnun Ástralíu að samfélög við strandlengjuna hafi fundið vel fyrir skjálftanum. Svæðið næst skjálftamiðjunni hafi þó verið strjálbýlt og því hafi lítið verið um skemmdir af völdum skjálftans.

Ekki þótti ástæða til að gefa út flóðbylgjuviðvörun eftir skjálftann en jarðskjálftum á svæðinu fylgja oft mannskæðar flóðbylgjur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×