„Himinn og haf“ á milli KR og Celtic Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2020 08:00 Það verður eflaust í nógu að snúast hjá Beiti Ólafssyni í marki KR gegn Celtic í kvöld. SAMSETT/GETTY/BÁRA Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett. KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Jim Bett segir að það sé frekar spurning um hve stór sigur Celtic gegn KR verður, heldur en hvort liðanna kemst áfram í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mætast í Glasgow í kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Vegna kórónuveirufaraldursins er aðeins einn leikur í hverju einvígi í forkeppninni, og því kemst sigurliðið í kvöld áfram í keppninni. Jim Bett þekkir vel til bæði skoska og íslenska boltans. Hann er fyrrverandi leikmaður KR, Vals og skoska landsliðsins, hefur búið hér á landi um árabil og er faðir Baldurs og Calums Þórs sem léku hérlendis mestallan sinn feril. „Ég veit að þetta er stakur leikur sem eykur á taugatitringinn hjá Celtic-mönnum en þeir eru samt mun sterkari en KR-ingar. Það er of mikið undir hjá Celtic í Meistaradeildinni, vegna þeirra peninga sem fást fyrir að ná lengra, og stundum er tap bara ekki möguleiki,“ sagði Bett við Daily Record. Celtic á allt öðru stigi „Maður sér líka þann himinn og haf sem er á milli leikmannahópanna tveggja, og gaurar eins og Odsonne Edouard eru með allt of mikla hæfileika fyrir KR. Auðvitað verður taugatitringur en ef ég héldi með Celtic væri ég ekki að stressa mig á þessu því liðið vinnur KR nokkuð þægilega,“ sagði Bett. Eduoard er 22 ára franskur framherji sem hefur raðað inn mörkum fyrir Celtic síðustu þrjú tímabil. Bett fór einnig yfir lið KR og nefndi Pablo Punyed og fyrirliðann Óskar Örn Hauksson sem lykilmenn í liðinu. Hann benti á að leikmenn KR spiluðu fótbolta fyrst og fremst vegna þess hvað þeir elskuðu íþróttina og að um væri að ræða áhugamenn sem þyrftu að sinna annarri vinnu með boltanum. „Þetta er ágætur hópur af leikmönnum, ekkert meira en það, og Celtic er bara á allt öðru stigi hvað varðar fjármagn og gæði leikmanna. Það mun sjást í þessum leik,“ sagði Bett.
KR Meistaradeild Evrópu Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30 Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Busquets stígur niður af sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Leikjum mótherja KR frestað vegna „heimskupara“ leikmanns Leikmaður skoska meistaraliðsins Celtic varð uppvís að alvarlegu broti á sóttvarnareglum. Liðið mun af þeim sökum ekki spila aftur fyrir viðureignina við Íslandsmeistara KR í næstu viku. 11. ágúst 2020 13:30
Leikur Celtic og KR verður sýndur beint á Stöð 2 Sport Einvígi íslensku og skosku meistaranna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í næstu viku. 13. ágúst 2020 14:30