Enski boltinn

Bruno Fernandes orðinn leikmaður United

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bruno Fernandes er loksins kominn til Manchester United.
Bruno Fernandes er loksins kominn til Manchester United. vísir/getty

Bruno Fernandes er orðinn leikmaður Manchester United. Hann skrifaði undir fimm og hálfs árs samning við félagið með möguleika á að framlengja um eitt ár.



Fernandes kemur til United frá Sporting Lissabon. Talið er að United hafi borgað 68 milljónir punda fyrir portúgalska landsliðsmanninn.

Hinn 25 ára Fernandes hefur verið orðaður við United í marga mánuði en félagið hefur loks krækt í hann.

Fernandes gekk í raðir Sporting sumarið 2017. Hann lék 137 leiki fyrir liðið og skoraði 64 mörk. Á síðasta tímabili skoraði hann 33 mörk í 53 leikjum í öllum keppnum.

Áður en Fernandes fór til Sporting lék hann á Ítalíu, með Novara, Udinese og Sampdoria.

Hann hefur leikið 19 leiki fyrir portúgalska landsliðið og skorað tvö mörk. Hann vann Þjóðadeildina með Portúgal í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×