Íslenski boltinn

Breiða­blik fékk tvö rauð spjöld og skell gegn ÍA í úr­slita­leiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Pétur fékk að líta rauða spjaldið í kvöld.
Guðjón Pétur fékk að líta rauða spjaldið í kvöld. vísir/vilhelm

ÍA stóð uppi sem sigurvegari í Fótbolti.net mótinu eftir 5-2 sigur á Breiðablik í úrslitaleiknum á Kópavogsvelli í kvöld.

Mikill hiti var í leiknum en það voru Skagamenn sem komust yfir eftir stundarfjórðung er Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði með frábærri afgreiðslu.

Marteinn Theodórsson tvöfaldaði forystu Skagamanna á 32. mínútu eftir hörmuleg mistök Antons Ara í marki Blika og Tryggvi skoraði þriðja mark Skagamanna á 39. mínútu.

Staðan var 3-0 í hálfleik en Tryggvi Hrafn fullkomnaði þrennuna á sjöttu mínútu síðari hálfleiks eftir darraðadans í teig Blika.

Gísli Eyjólfsson minnkaði muninn í 4-1 með skalla á 54. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Benedikt Warén er hann kláraði góða fyrirgjöf í netið.

Skagamenn fengu svo vítaspyrnu á 66. mínútu er Oliver Sigurjónsson braut á Herði Inga Gunnarssyni. Steinar Þorsteinsson skoraði af miklu öryggi.

Allt sauð svo upp úr á 73. mínútu er Aron Kristófer Lárusson fór groddaralega í Brynjólf Darra. Guðjón Pétur Lýðsson hljóp á eftir Aroni og virtist slengja höndinni í andlitið á honum.

Guðjón Pétur var rekinn í bað og hann var ekki eini Blikinn sem var sendur í bað því varamaðurinn Brynjólfur Darri Willumsson fékk rautt á 76. mínútu. Það virtist vera fyrir kjaftbrúk.

Fleiri urðu mörkin, og rauðu sjöldin ekki, og lokatölur 5-2 sigur Skagamanna sem standa uppi sem sigurvegarar í Fótbolti.net mótinu þetta árið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.