Wuhan-veiran dreifist hratt Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 07:09 Ökumaður vespu í Wuhan með grímu fyrir vitunum. Talið er að veira eigin upptök sín í borginni. Getty/Stringer Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54
Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30
Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28