Wuhan-veiran dreifist hratt Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 07:09 Ökumaður vespu í Wuhan með grímu fyrir vitunum. Talið er að veira eigin upptök sín í borginni. Getty/Stringer Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga. Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Yfirvöld í Kína segja að fjöldi greindra einstaklinga með hinn dularfulla Kórónavírus hafi tekið kipp um helgina. Alls hafi 139 ný tilfelli uppgötvast, þar á meðal tvö í höfuðborginni Peking. Þar að auki hefur verið greint frá tilfellum í borginni Shenzen en fram til þess hafði sjúkdómurinn haldið sig innan borgarmarka Wuhan. Þau sem greindust í Peking og Shenzen höfðu öll nýlega heimsótt Wuhan og því talið líklegast að sjúkdómurinn sé að dreifa sér þaðan. Suður-Kóreumenn staðfestu einnig í morgun að sjúkdómurinn hafi greinst þar en áður höfðu Japanir og Tælendingar gert slíkt hið sama; eitt tilfelli hefur greinst í Japan og tvö í Tælandi. Rúmlega 200 hafa því greinst með sjúkdóminn og þrjú hafa látist en fyrsta tilfellið kom upp í desember.Sjá einnig: Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í KínaAlþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að fjölgun tilfella um helgina megi rekja til aukinnar áherslu á rannsóknir, leit og eftirfylgni. Enn sé talið að snerting við dýr sé líklegasta smitleiðin, þó svo að vísbendingar séu um að veiran geti borist stuttar vegalengdir á milli manna. Fólk hefur verið hvatt til að snerta ekki dýr að óþörfu, fullelda kjöt og egg auk þess sem ráðlegt sé að halda sig frá fólki með flensueinkenni. Smitaður einstaklingur fluttur á sjúkrahús í Wuhan.Getty/Stringer Kínversk heilbrigðisyfirvöld segja að enn sé hægt að halda veirunni í skefjum. Engu að síður verði að fylgjast grannt með henni því ýmislegt sé enn á huldu um uppsprettu, smitleiðir og mögulega stökkbreytingu veirunnar. Kínversk stjórnvöld hafa heitið því að auka viðbúnað sinn vegna málsins enda styttist í að Kínverjar fagni nýárinu, ári rottunnar. Þá ferðast milljónir Kínverja borga á milli til að gleðjast með fjölskyldum sínum. Kórónavírusinn virðist framkalla skæða lungnabólgu hjá þeim sem smitast. Kórónavírus getur leitt til fjölda öndunarfærasjúkdóma og þar á meðal SARS, sem dró 800 manns til dauða í Asíu árið 2002. Vírusinn sem nú um ræðir hegðar sér þó á annan veg en þau afbrigði sem áður hafa fundist, að sögn sérfræðinga.
Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54 Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30 Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Sjúkrahús um allan heim hafa fengið leiðbeiningar frá Alþjóðaheilbrigðisstofuninni um sýkingarvarnir vegna nýrrar veiru sem veldur öndunarfærasjúkdómum í Asíu. 14. janúar 2020 15:54
Telja að hundruð hafi smitast af nýju veirunni í Kína Fjöldi smita utan Kína er talinn vísbending um að mun fleiri hafi smitast af nýju veirunni í Kína en yfivöld hafa gefið upp. 18. janúar 2020 08:30
Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28