Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 15:54 Heilbrigðisstarfsmaður fylgist með farþegum á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong. Grannt hefur verið fylgst með mögulegri útbreiðslu nýju veirunnar. AP/Andy Wong Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent sjúkrahúsum um allan heim leiðbeiningar vegna mögulegrar útbreiðslu nýrrar tegundar kórónaveiru sem kom upp í Kína í desember. Greint var frá fyrsta tilfellinu sem greinist utan Kína í Taílandi í gær. Einn hefur látið lífið og nokkrir veikst heiftarlega í öndunarfærum af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan. Smitið var rakið til markaðar með lifandi dýr þar í borg og eru einkennin sögð líkjast lungnabólgu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir nú í fyrsta skipti að „takmarkað“ smit hafi átti sér stað á milli manna en möguleiki sé á frekari útbreiðslu. Stofnunin segist búa sig undir þann möguleika og sjúkrahúsum um allan heim hafi verið sendar leiðbeiningar um sýkingarvarnir. Kínversk kona hefur verið sett í einangrun í Taílandi en hún er talin sýkt af veirunni. Það er fyrsta tilfelli hennar utan Kína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Konan kom til Taílands 8. janúar en enginn samferðamanna hennar veiktist. Hún er nú sögð nógu frísk til að halda heim til Wuhan. Afbrigði sömu veiru olli SARS-faraldrinum svonefnda sem dró um 700 manns til dauða um allan heim frá 2002 til 2003. Faraldurinn átti upptök sín í Kína en smitaði um 8.000 manns í 26 löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent sjúkrahúsum um allan heim leiðbeiningar vegna mögulegrar útbreiðslu nýrrar tegundar kórónaveiru sem kom upp í Kína í desember. Greint var frá fyrsta tilfellinu sem greinist utan Kína í Taílandi í gær. Einn hefur látið lífið og nokkrir veikst heiftarlega í öndunarfærum af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan. Smitið var rakið til markaðar með lifandi dýr þar í borg og eru einkennin sögð líkjast lungnabólgu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir nú í fyrsta skipti að „takmarkað“ smit hafi átti sér stað á milli manna en möguleiki sé á frekari útbreiðslu. Stofnunin segist búa sig undir þann möguleika og sjúkrahúsum um allan heim hafi verið sendar leiðbeiningar um sýkingarvarnir. Kínversk kona hefur verið sett í einangrun í Taílandi en hún er talin sýkt af veirunni. Það er fyrsta tilfelli hennar utan Kína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Konan kom til Taílands 8. janúar en enginn samferðamanna hennar veiktist. Hún er nú sögð nógu frísk til að halda heim til Wuhan. Afbrigði sömu veiru olli SARS-faraldrinum svonefnda sem dró um 700 manns til dauða um allan heim frá 2002 til 2003. Faraldurinn átti upptök sín í Kína en smitaði um 8.000 manns í 26 löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28