Íslenski boltinn

Valgeir til reynslu hjá AaB

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Valgeir skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar.
Valgeir skaust fram á sjónarsviðið síðasta sumar. vísir/bára

HK-ingurinn Valgeir Valgeirsson er á reynslu hjá danska úrvalsdeildarliðinu AaB. Tipsbladet greinir frá.

Valgeir, sem er 17 ára, lék 20 leiki með HK í Pepsi Max-deildinni á síðasta tímabili og skoraði þrjú mörk.

Hann leikur æfingaleik með AaB gegn AGF á morgun. Með AGF leikur annar HK-ingur, Jón Dagur Þorsteinsson.

Eftir síðasta tímabil fór Valgeir á reynslu til Danmerkurmeistara FC København.

Valgeir hefur leikið 24 leiki fyrir yngri landslið Íslands.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.