Innlent

Fámenn en hávær mótmæli á Austurvelli

Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar

Hópur mótmælenda lét hressilega í sér heyra á Austurvelli þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn á árinu í dag. Þeir krefjast meðal annar afsagnar sjávarútvegs- og landbúnaðraráðherra og nýrrar stjórnarskrár.

Sjá einnig: „Þetta er ekki eitt af þessum málum sem mun lognast út af og hverfa“

„Við komum saman vegna þess að það hefur ekki ennþá verið orðið við þeim kröfum, þeim sjálfsögðu kröfum sem settar voru fram um það að nýja stjórnarskráin yrði lögfest, að sjávarútvegsráðherra myndi segja af sér og að arður af auðlindunum myndi renna í okkar sameiginlegu sjóði svo allir geti lifað hér mannsæmandi lífi,“ segir Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélagsins.

Nokkrir tugir voru saman komnir á Austurvelli til að mótmæla. Þótt mótmælin væru alls ekki fjölmenn barst hávaðin vel inn á Alþingi þar sem umræður um stöðuna í stjórnmálum stóðu yfir. „Það er verið að mótmæla gerspillinu, arðráni, sjálftöku. Það er alveg sama hver kemur og tekur við hérna, það er bara auðvaldið sem ræður,“ segir mótmælandinn Sigurður Haraldsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×