Erlent

Harry prins floginn til Vancou­ver

Atli Ísleifsson skrifar
Harry Bretaprins mun með vorinu missa titilinn hans hátign.
Harry Bretaprins mun með vorinu missa titilinn hans hátign. Getty

Harry Bretaprins er kominn til Kanada eftir að hann og Meghan, eiginkona hans, tilkynntu að þau hygðust hverfa úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.

Sky News segir frá því að Harry hafi lent á Vancouver-eyju á vesturströnd landsins til að hefja nýtt líf með Meghan og syninum Archie.

Fréttaritari Sky segir að Harry hafi verið fluttur með bíl stutta leið að húsinu þar sem fjölskyldan varði sex vikum um jól. Meghan sneri þangað fyrir tíu dögum.

Harry sótti ráðstefnu sem miðar að því að auka fjárfestingar í Afríku í gær þar sem hann fundaði líka með Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, í um tuttugu mínútur.

Harry prins sagði í ræðu að hann hafi í raun ekki haft neitt um annað að velja en að stíga til hliðar sem meðlimur framvarðarsveitar bresku konungsfjölskyldunnar. Í ræðunni sagði Harry að hann væri leiður yfir því að hafa þurft að taka það skref að stíga úr framvarðarsveitinni – þung skref en nauðsynleg engu að síður.

Elísabet II Bretlandsdrottning tilkynnti fyrir skemmstu að samþykkt hafi verið að Harry og Meghan myndu frá og með vori ekki lengur bera titillinn hans og hennar hátign og ekki þiggja fjármuni frá krúnunni.

Að neðan má sjá ræðu Harry þar sem hann útskýrir ákvörðun sína að hverfa úr framvarðasveit bresku konungsfjölskyldunnar.


Tengdar fréttir

Verða ekki lengur hans og hennar hátign frá og með vori

Breska konungsfjölskyldan hefur tilkynnt að Harry Prins og eiginkona hans, Meghan Markle, muni missa réttinn til að titla sig hans- og hennar hátign frá og vorinu. Þá munu þau einnig ekki lengur þiggja fjármuni frá konungshöllinni.

Starfs­fólk Meg­han og Harry fært til í starfi

Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.