Lífið

Starfs­fólk Meg­han og Harry fært til í starfi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hyggjast yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.
Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, hyggjast yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar. epa/FACUNDO ARRIZABALAGA

Starfsfólk Harry Bretaprins og Meghan Markle á heimili þeirra í Bretlandi hefur að sögn verið fært til í starfi. Talið er að það gefi til kynna að parið muni ekki verja tíma í Bretlandi á næstu misserum.

Tveir starfsmenn þeirra, sem hafa verið búsett á heimili Meghan og Harry, Frogmore koti, hafa verið færð til í starfi innan heimilishalds drottningarinnar. Hinum starfsmönnum þeirra hefur verið sagt að þjónustu þeirra sé ekki lengur þarfnast af hertogahjónunum af Sussex, samkvæmt heimildarmönnum Daily Mail.

Sjá einnig: „Krísufundur“ í Sandringham: Ýja að afhjúpandi viðtali fái hertogahjónin ekki sínu framgengt

Nýlega lýsti parið því yfir að þau hygðust yfirgefa framlínu bresku konungsfjölskyldunnar og segja sig frá embættisskyldum sínum. Eftir yfirlýsinguna varð uppi fótur og fit innan konungsfjölskyldunnar, og raunar meðal Breta, þar sem parið tók ákvörðunina án þess að ráðfæra sig við Elísabetu Bretadrottningu.

Parið hyggst nú verja meiri tíma í Kanada, en Meghan er frá Kanada, og er Meghan þegar flutt þangað með son þeirra, Archie, og hundana þeirra tvo. Parið á heimili á Vancouver eyju en þau vörðu þar sex vikum yfir hátíðirnar.

Þá er Harry talinn fara til Kanada einhvern tíma í næstu viku eftir að hann hefur lokið einhverjum erindagjörðum.


Tengdar fréttir

Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×