Ancelotti rifjaði upp tapið á móti Liverpool í Istanbul eftir hörmungar Everton í uppbótartíma í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 10:00 Erfið kvöld fyrir ítalska stjórann. Carlo Ancelotti 2005 og 2020. Getty/Samsett Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var óvenju sáttur við sitt lið þrátt fyrir klúðrið í blálokin á móti Newcastle í gærkvöldi. Everton var 2-0 yfir og í frábærum málum þegar voru komnar tvær mínútur af uppbótatíma í leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa leikinn niður í jafntefli. Newcastle skoraði tvö mörk í uppbótatímanum og það liðu aðeins 102 sekúndur á milli markanna. Everton er alls búið að fá á sig sjö mörk á leiktíðinni eftir 90. mínútu eða fjórum fleira en næsta lið. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Leikmennirnir mínir eru mjög leiðir núna en ég sagði við þá að ég væri með meiri reynslu en þeir,“ sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn. "I've lost a Champions League final after leading 3-0 so it can happen sometimes." Carlo Ancelotti was still pleased with how Everton played despite throwing away a 2-0 lead.https://t.co/mXU3KVRIe1pic.twitter.com/hByM7fcGHu— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 „Ég hef tapað úrslitaleik í Meistaradeildinni eftir að hafa verið 3-0 yfir svo að svona hlutir gerast stundum,“ sagði Carlo Ancelotti. Hann rifjaði þarna upp úrslitaleik Liverpool og AC Milan í Istanbul 25. maí 2005. Carlo Ancelotti var þá stjóri AC Milan og sá þá Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) koma liðinu í 3-0 í fyrri hálfleik. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso jöfnuðu metin á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik og Liverpool vann síðan 3-2 í vítakeppni. „Það eru hlutir í fótbolta sem þú hefur ekki stjórn á. Við fengum óþarfa mörk á okkur en frammistaðan var góð. Við spiluðum frábæran leik og vorum óheppnir. Þetta breytir samt engu og enska úrvalsdeildin heldur áfram. Við komust í 2-0, spiluðum sóknarbolta og fengum færi til að skora fleiri mörk. Svona hlutir gerast ekki oft en þeir gerast,“ sagði Carlo Ancelotti. „Við verðum að halda áfram allar 90 mínúturnar en ég ætla ekki að segja neitt við mína leikmenn. Þeir spiluðu vel og svona getur gerst. Við vorum bara óheppnir í þessum leik.,“ sagði Ancelotti. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilaði með Everton vegna nárameiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af. Everton er með 30 stig í 12. sæti eftir þetta jafntefli en hefði verið í áttunda sæti ef liðið hefði unnið leikinn. The result The performance Moise Kean's first goal@MrAncelotti's reaction to the good and the bad of #EVENEW... pic.twitter.com/mTkqKO0dRO— Everton (@Everton) January 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var óvenju sáttur við sitt lið þrátt fyrir klúðrið í blálokin á móti Newcastle í gærkvöldi. Everton var 2-0 yfir og í frábærum málum þegar voru komnar tvær mínútur af uppbótatíma í leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa leikinn niður í jafntefli. Newcastle skoraði tvö mörk í uppbótatímanum og það liðu aðeins 102 sekúndur á milli markanna. Everton er alls búið að fá á sig sjö mörk á leiktíðinni eftir 90. mínútu eða fjórum fleira en næsta lið. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Leikmennirnir mínir eru mjög leiðir núna en ég sagði við þá að ég væri með meiri reynslu en þeir,“ sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn. "I've lost a Champions League final after leading 3-0 so it can happen sometimes." Carlo Ancelotti was still pleased with how Everton played despite throwing away a 2-0 lead.https://t.co/mXU3KVRIe1pic.twitter.com/hByM7fcGHu— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 „Ég hef tapað úrslitaleik í Meistaradeildinni eftir að hafa verið 3-0 yfir svo að svona hlutir gerast stundum,“ sagði Carlo Ancelotti. Hann rifjaði þarna upp úrslitaleik Liverpool og AC Milan í Istanbul 25. maí 2005. Carlo Ancelotti var þá stjóri AC Milan og sá þá Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) koma liðinu í 3-0 í fyrri hálfleik. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso jöfnuðu metin á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik og Liverpool vann síðan 3-2 í vítakeppni. „Það eru hlutir í fótbolta sem þú hefur ekki stjórn á. Við fengum óþarfa mörk á okkur en frammistaðan var góð. Við spiluðum frábæran leik og vorum óheppnir. Þetta breytir samt engu og enska úrvalsdeildin heldur áfram. Við komust í 2-0, spiluðum sóknarbolta og fengum færi til að skora fleiri mörk. Svona hlutir gerast ekki oft en þeir gerast,“ sagði Carlo Ancelotti. „Við verðum að halda áfram allar 90 mínúturnar en ég ætla ekki að segja neitt við mína leikmenn. Þeir spiluðu vel og svona getur gerst. Við vorum bara óheppnir í þessum leik.,“ sagði Ancelotti. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilaði með Everton vegna nárameiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af. Everton er með 30 stig í 12. sæti eftir þetta jafntefli en hefði verið í áttunda sæti ef liðið hefði unnið leikinn. The result The performance Moise Kean's first goal@MrAncelotti's reaction to the good and the bad of #EVENEW... pic.twitter.com/mTkqKO0dRO— Everton (@Everton) January 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Carvalho rændi stigi af Chelsea Fótbolti Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Mark Sveindísar duggði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira