Ancelotti rifjaði upp tapið á móti Liverpool í Istanbul eftir hörmungar Everton í uppbótartíma í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2020 10:00 Erfið kvöld fyrir ítalska stjórann. Carlo Ancelotti 2005 og 2020. Getty/Samsett Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var óvenju sáttur við sitt lið þrátt fyrir klúðrið í blálokin á móti Newcastle í gærkvöldi. Everton var 2-0 yfir og í frábærum málum þegar voru komnar tvær mínútur af uppbótatíma í leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa leikinn niður í jafntefli. Newcastle skoraði tvö mörk í uppbótatímanum og það liðu aðeins 102 sekúndur á milli markanna. Everton er alls búið að fá á sig sjö mörk á leiktíðinni eftir 90. mínútu eða fjórum fleira en næsta lið. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Leikmennirnir mínir eru mjög leiðir núna en ég sagði við þá að ég væri með meiri reynslu en þeir,“ sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn. "I've lost a Champions League final after leading 3-0 so it can happen sometimes." Carlo Ancelotti was still pleased with how Everton played despite throwing away a 2-0 lead.https://t.co/mXU3KVRIe1pic.twitter.com/hByM7fcGHu— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 „Ég hef tapað úrslitaleik í Meistaradeildinni eftir að hafa verið 3-0 yfir svo að svona hlutir gerast stundum,“ sagði Carlo Ancelotti. Hann rifjaði þarna upp úrslitaleik Liverpool og AC Milan í Istanbul 25. maí 2005. Carlo Ancelotti var þá stjóri AC Milan og sá þá Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) koma liðinu í 3-0 í fyrri hálfleik. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso jöfnuðu metin á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik og Liverpool vann síðan 3-2 í vítakeppni. „Það eru hlutir í fótbolta sem þú hefur ekki stjórn á. Við fengum óþarfa mörk á okkur en frammistaðan var góð. Við spiluðum frábæran leik og vorum óheppnir. Þetta breytir samt engu og enska úrvalsdeildin heldur áfram. Við komust í 2-0, spiluðum sóknarbolta og fengum færi til að skora fleiri mörk. Svona hlutir gerast ekki oft en þeir gerast,“ sagði Carlo Ancelotti. „Við verðum að halda áfram allar 90 mínúturnar en ég ætla ekki að segja neitt við mína leikmenn. Þeir spiluðu vel og svona getur gerst. Við vorum bara óheppnir í þessum leik.,“ sagði Ancelotti. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilaði með Everton vegna nárameiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af. Everton er með 30 stig í 12. sæti eftir þetta jafntefli en hefði verið í áttunda sæti ef liðið hefði unnið leikinn. The result The performance Moise Kean's first goal@MrAncelotti's reaction to the good and the bad of #EVENEW... pic.twitter.com/mTkqKO0dRO— Everton (@Everton) January 21, 2020 Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira
Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, var óvenju sáttur við sitt lið þrátt fyrir klúðrið í blálokin á móti Newcastle í gærkvöldi. Everton var 2-0 yfir og í frábærum málum þegar voru komnar tvær mínútur af uppbótatíma í leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni en tókst á einhvern ótrúlegan hátt að missa leikinn niður í jafntefli. Newcastle skoraði tvö mörk í uppbótatímanum og það liðu aðeins 102 sekúndur á milli markanna. Everton er alls búið að fá á sig sjö mörk á leiktíðinni eftir 90. mínútu eða fjórum fleira en næsta lið. „Ég er mjög ánægður með hvernig við spiluðum. Leikmennirnir mínir eru mjög leiðir núna en ég sagði við þá að ég væri með meiri reynslu en þeir,“ sagði Carlo Ancelotti eftir leikinn. "I've lost a Champions League final after leading 3-0 so it can happen sometimes." Carlo Ancelotti was still pleased with how Everton played despite throwing away a 2-0 lead.https://t.co/mXU3KVRIe1pic.twitter.com/hByM7fcGHu— BBC Sport (@BBCSport) January 22, 2020 „Ég hef tapað úrslitaleik í Meistaradeildinni eftir að hafa verið 3-0 yfir svo að svona hlutir gerast stundum,“ sagði Carlo Ancelotti. Hann rifjaði þarna upp úrslitaleik Liverpool og AC Milan í Istanbul 25. maí 2005. Carlo Ancelotti var þá stjóri AC Milan og sá þá Paolo Maldini og Hernán Crespo (2 mörk) koma liðinu í 3-0 í fyrri hálfleik. Steven Gerrard, Vladimír Smicer og Xabi Alonso jöfnuðu metin á fyrstu fimmtán mínútunum í seinni hálfleik og Liverpool vann síðan 3-2 í vítakeppni. „Það eru hlutir í fótbolta sem þú hefur ekki stjórn á. Við fengum óþarfa mörk á okkur en frammistaðan var góð. Við spiluðum frábæran leik og vorum óheppnir. Þetta breytir samt engu og enska úrvalsdeildin heldur áfram. Við komust í 2-0, spiluðum sóknarbolta og fengum færi til að skora fleiri mörk. Svona hlutir gerast ekki oft en þeir gerast,“ sagði Carlo Ancelotti. „Við verðum að halda áfram allar 90 mínúturnar en ég ætla ekki að segja neitt við mína leikmenn. Þeir spiluðu vel og svona getur gerst. Við vorum bara óheppnir í þessum leik.,“ sagði Ancelotti. Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilaði með Everton vegna nárameiðsla en þetta er annar leikurinn í röð sem hann missir af. Everton er með 30 stig í 12. sæti eftir þetta jafntefli en hefði verið í áttunda sæti ef liðið hefði unnið leikinn. The result The performance Moise Kean's first goal@MrAncelotti's reaction to the good and the bad of #EVENEW... pic.twitter.com/mTkqKO0dRO— Everton (@Everton) January 21, 2020
Enski boltinn Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Sjá meira