Krefjast rannsóknar á því hvort krónprins hafi hakkað Bezos Kjartan Kjartansson skrifar 22. janúar 2020 19:10 Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, er sakaður um að hafa sent ríkasta manni heims spilliforrit sem var notað til að stela gögnum. Vísir/EPA Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sem hafa rannsakað morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi krefjast þess að rannsakað verði hvort að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi persónulega hakkað síma Jeff Bezos, stofnanda Amazon og eiganda Washington Post. Tölvuöryggissérfræðingur sem Bezos réði til að rannsaka hvernig bandarískt götublað komst yfir gögn úr snjallsíma hans sakaði Sáda um að hafa brotist inn í símann í fyrra. Breska blaðið The Guardian fullyrti í gær að spilliforrit sem var notað við gagnastuldinni hafi verið sent úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði í síma Bezos árið 2018. Sádar hafna ásökununum og segja þær „fjarstæðurkenndar“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja þó ástæðu til að rannsaka ásakanirnar nánar. Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi SÞ sem rannsakar aftökur utan dóms og laga, og David Kaye, sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi, segja að skera verði úr um mögulega ábyrgð Salman krónprins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Upplýsingarnar sem við höfum fengið benda til mögulegrar aðildar krónprinsins í eftirlit með herra Bezos sem var liður í tilraunum til að hafa áhrif á, ef ekki til að þagga niður í, umfjöllun Washington Post um Sádi-Arabíu,“ segja þau Callamard og Kaye í sameiginlegri yfirlýsingu. Telja þau ásakanirnar nú skjóta frekari stoðum undir fyrri fréttir um að fylgst sé markvisst með þeim sem sádi-arabísk stjórnvöld telja andstæðinga sína. Gögnum úr síma Bezos lekið til götublaðs Washington Post hefur fjallað gagnrýnið um málefni Sádi-Arabíu og var Jamal Khashoggi pistlahöfundur hjá blaðinu þar til hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Sádar þóttust framan af ekkert vita um afdrif blaðamannsins en viðurkenndu að lokum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Lík Khashoggi hefur aldrei fundist. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Sími Bezos var hakkaður um fimm mánuðum áður en Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofunni í Tyrklandi. Callamard og Kaye segja að umfangsmikil og leynileg herferð hafi verið í gangi gegn Bezos og Amazon á netinu, að því er virðist vegna eignarhalds hans á Washington Post. Sími Khashoggi var hakkaður um svipað leyti og Bezos. Gögnum úr síma Bezos, þar á meðal viðkvæmum myndum, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquierer í febrúar í fyrra. Það birti í kjölfarið umfjöllun um framhjáhald Bezos sem leiddi til þess að hann skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs. Amazon Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna sem hafa rannsakað morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi krefjast þess að rannsakað verði hvort að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi persónulega hakkað síma Jeff Bezos, stofnanda Amazon og eiganda Washington Post. Tölvuöryggissérfræðingur sem Bezos réði til að rannsaka hvernig bandarískt götublað komst yfir gögn úr snjallsíma hans sakaði Sáda um að hafa brotist inn í símann í fyrra. Breska blaðið The Guardian fullyrti í gær að spilliforrit sem var notað við gagnastuldinni hafi verið sent úr Whatsapp-númeri sem Salman notaði í síma Bezos árið 2018. Sádar hafna ásökununum og segja þær „fjarstæðurkenndar“. Sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna telja þó ástæðu til að rannsaka ásakanirnar nánar. Agnes Callamard, sérstakur sendifulltrúi SÞ sem rannsakar aftökur utan dóms og laga, og David Kaye, sendifulltrúi SÞ um tjáningarfrelsi, segja að skera verði úr um mögulega ábyrgð Salman krónprins, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Upplýsingarnar sem við höfum fengið benda til mögulegrar aðildar krónprinsins í eftirlit með herra Bezos sem var liður í tilraunum til að hafa áhrif á, ef ekki til að þagga niður í, umfjöllun Washington Post um Sádi-Arabíu,“ segja þau Callamard og Kaye í sameiginlegri yfirlýsingu. Telja þau ásakanirnar nú skjóta frekari stoðum undir fyrri fréttir um að fylgst sé markvisst með þeim sem sádi-arabísk stjórnvöld telja andstæðinga sína. Gögnum úr síma Bezos lekið til götublaðs Washington Post hefur fjallað gagnrýnið um málefni Sádi-Arabíu og var Jamal Khashoggi pistlahöfundur hjá blaðinu þar til hann var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í október árið 2018. Sádar þóttust framan af ekkert vita um afdrif blaðamannsins en viðurkenndu að lokum að hann hefði látið lífið á ræðisskrifstofunni. Lík Khashoggi hefur aldrei fundist. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið á Khashoggi. Sími Bezos var hakkaður um fimm mánuðum áður en Khashoggi var myrtur og lík hans bútað niður á ræðisskrifstofunni í Tyrklandi. Callamard og Kaye segja að umfangsmikil og leynileg herferð hafi verið í gangi gegn Bezos og Amazon á netinu, að því er virðist vegna eignarhalds hans á Washington Post. Sími Khashoggi var hakkaður um svipað leyti og Bezos. Gögnum úr síma Bezos, þar á meðal viðkvæmum myndum, var lekið til bandaríska götublaðsins National Enquierer í febrúar í fyrra. Það birti í kjölfarið umfjöllun um framhjáhald Bezos sem leiddi til þess að hann skildi við eiginkonu sína til aldarfjórðungs.
Amazon Sameinuðu þjóðirnar Sádi-Arabía Tengdar fréttir Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44 Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00 Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55 Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55 Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22 Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khashoggi Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 23. desember 2019 09:44
Hafna áliti um þátt prinsins í morðinu Utanríkisráðherra Sádi-Arabíu,hafnaði í gær því sem segir í nýrri skýrslu sérfræðings Sameinuðu þjóðanna um aftökur án dóms og laga, um að raunveruleg sönnunargögn væru fyrir því að Mohammed bin Salman krónprins og aðrir hátt settir embættismenn væru ábyrgir fyrir morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi. 20. júní 2019 06:00
Krónprins Sádi-Arabíu sæti rannsókn vegna dauða Khashoggi Sérstakur skýrslugerðarmaður Sameinuðu þjóðanna skilaði skýrslu sinni um morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í dag. 19. júní 2019 10:55
Sádiarabíski krónprinsinn vildi setja byssukúlu í Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan hleraði samskipti Mohammeds bin Salman krónprins við aðstoðarmann sinn rúmu ári áður en Jamal Khashoggi var myrtur. 8. febrúar 2019 08:55
Krónprins Sáda sagður hafa „hakkað“ síma ríkasta manns heims Vísbendingar eru sagðar um að leiðtogi Sádi-Arabíu hafi persónulega sent stofnanda Amazon spilliforrit sem var notað til að stela gögnum úr síma þess síðarnefnda. 21. janúar 2020 23:22
Alþjóðleg rannsókn á morðinu á Khashoggi hefst í næstu viku Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna fer til Tyrklands í næstu viku til að hefja rannsóknina á sádiarabíska blaðamanninum. 24. janúar 2019 17:32