Erlent

Fimm dæmdir til dauða vegna morðsins á Jamal Khas­hoggi

Atli Ísleifsson skrifar
Jamal Khashoggi var mjög gagnrýninn á stjórnvöld í Sádi-Arabíu.
Jamal Khashoggi var mjög gagnrýninn á stjórnvöld í Sádi-Arabíu. Getty

Dómstóll í Sádi-Arabíu hefur dæmt fimm manns til dauða vegna morðsins á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Frá þessu segir í frétt BBC. Khashoggi var mjög gagnrýninn á stjórnvöld í heimalandi sínu og var myrtur á af sádiarabískum útsendurum á ræðismannsskrifstofu Sádi-Arabíu í tyrknesku stórborginni Istanbúl í október 2018.

Alls voru ellefu manns ákærðir í málinu og sagði saksóknari í Sádi-Arabíu morðið vera aðgerð sem framkvæmd var að frumkvæði útsendaranna sjálfra. Hinir ákærðu og dæmdu hafa ekki verið nafngreindir.

BBC segir að Agnes Callamard, rannsakandi á vegum Sameinuðu þjóðanna, hafi komist að því eftir rannsókn að morðið hafi verið „aftaka án dóms og laga“. Hafi hún þó hvatt til þess að aðkoma Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, verði rannsakaður. Hann hefur neitað því að hafa átt þátt í morðinu, en að hann, sem leiðtogi landsins, tæki fulla ábyrgð.

Þrír hinna ákærðu hlutu 24 ára fangelsisdóma vegna morðsins.


Tengdar fréttir

„Ekki gera það, þið munuð kæfa mig“

Tyrkneskt dagblað birti í fyrradag afrit af hljóðupptöku sem sögð er af samtali sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi og morðingja hans áður en þeir myrtu hann á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun október í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×