Erlent

Á­hyggjur Wu­han-búa fara vaxandi

Atli Ísleifsson skrifar
Ferðabannið kemur á versta tíma fyrir íbúana en nú er að ganga í garð mesta ferðavika Kínverja sem fagna nýju ári og nota fríið til ferðalaga.
Ferðabannið kemur á versta tíma fyrir íbúana en nú er að ganga í garð mesta ferðavika Kínverja sem fagna nýju ári og nota fríið til ferðalaga. AP

Áhyggjur borgarbúa í Wuhan í Kína fara nú vaxandi en kínversk yfirvöld hafa svo gott sem lokað borginni þar sem ný tegund af kórónaveiru virðist hafa átt upptök sín. Sautján eru nú látin vegna veirunnar og fimm hundruð smit hafa verið staðfest.

Öllum lestar- og flugferðum til og frá borginni hefur verið aflýst og þá hefur vegum inn í borgina einnig verið lokað. Borgarbúum hefur verið bannað að yfirgega Wuhan en þar búa um ellefu milljónir manna.

Ferðabannið kemur á versta tíma fyrir íbúana en nú er að ganga í garð mesta ferðavika Kínverja sem fagna nýju ári og nota fríið til ferðalaga.

Flest hinna látnu eru eldri borgarar með aðra undirliggjandi sjúkdóma, en elsta fórnarlamb Wuhan-veirunnar er tæplega nírætt en það yngsta 48 ára.

Öll dauðsföllin hingað til hafa verið í Hubei-héraði, þar sem Wuhan er staðsett.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×