Innlent

Gunn­laugur höfðar mál á hendur Borgar­byggð

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Borgarnesi. Gunnlaugur hóf störf sem sveitarstjóri árið 2016 og var endurráðinn eftir sveitarstjórnarkosningarnar á vordögum 2018.
Frá Borgarnesi. Gunnlaugur hóf störf sem sveitarstjóri árið 2016 og var endurráðinn eftir sveitarstjórnarkosningarnar á vordögum 2018. Vísir/egill

Gunnlaugur A. Júlíusson, fyrrverandi sveitarstjóri Borgarbyggðar, hefur höfðað mál á hendur sveitarfélaginu. Er það vegna uppgjörs á óteknu orlofi og launum samkvæmt ráðningarsamningi. Þar að auki verður krafist bóta vegna uppsagnar sem Gunnlaugur vill meina að hafi verið ólögleg.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Gunnlaugi var sagt upp störfum í nóvember síðastliðinn eftir að hafa gegnt embættinu frá árinu 2016. Forseti sveitarstjórnar Borgarbyggðar sagði í samtali við Vísi í nóvember að rekja mætti uppsögnina  til þess að skortur hafi verið á sameiginlegri sýn milli sveitarstjórnar og sveitarstjóra á ákveðin mál sem snúa að stjórnun og framtíðarsýn sveitarfélagsins.

Gunnlaugur A. Júlíusson. Vefur Borgarbyggðar

Ákvörðunin um uppsögnina var tekin á óformlegum fundi sveitarstjórnar þann 12. nóvember og tekin með formlegum hætti á fundi sveitarstjórnar tveimur dögum síðar. Vill Gunnlaugur meina að framkvæmdin hafi stangast á við lög, en honum var gert að skila lyklum og yfirgefa ráðhúsið tveimur dögum áður en ákvörðunin var tekin með formlegum hætti.

Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að Gunnlaugur segist eiga inni einn og hálfan mánuð hið minnsta í óteknu orlofi. Vill hann að það verði gert upp, auk hækkunar launa samkvæmt launaviðmiðun í ráðningarsamningnum.

Gunnlaugur hóf störf sem sveitarstjóri árið 2016 og var endurráðinn eftir sveitarstjórnarkosningarnar á vordögum 2018.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.