Innlent

Gunnlaugi sagt upp störfum hjá Borgarbyggð

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. Vísir/egill

Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur sagt sveitarstjóranum Gunnlaugi A. Júlíussyni upp störfum.



Þetta kemur fram í tilkynningu frá sveitarfélaginu. Þar segir að mismunandi sýn á stjórnun sveitarfélagsins geri það að verkum að sveitarstjórn og Gunnlaugur hafi ákveðið að slíta samstarfi. 



„Gunnlaugur hefur frá því að hann kom til starfa fyrir sveitarfélagið unnið vel að mörgum mikilvægum málum og er honum þakkað fyrir sitt framlag. 



Sveitarstjórn stendur einhuga á bakvið þessa ákvörðun,“ segir í tilkynningunni. Gunnlaugur var ráðinn sveitarstjóri árið 2016.



Fréttastofa náði tali af Gunnlaugi og segist hann ekki vilja tjá sig frekar um málið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×