Enski boltinn

Fyrr­verandi leik­maður Portsmouth og Sout­hampton fram­seldur til Banda­ríkjanna vegna gruns um stór­fellt eitur­lyfja­smygl

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jhon Viáfara fagnar marki í leik með Portsmouth.
Jhon Viáfara fagnar marki í leik með Portsmouth. vísir/getty

Jhon Viáfara, fyrrverandi leikmaður Southampton og Portsmouth, hefur verið framseldur til Bandaríkjanna frá Kólumbíu vegna ásakana um eiturlyfjasmygl.

Viáfara er sakaður um að hafa smyglað tveimur tonnum af kókaíni frá Kólumbíu til Bandaríkjanna.

Saksóknarar í Bandaríkjunum hafa verið með Viáfara til rannsóknar í þrjú ár.

Hann var handtekinn í mars á síðasta ári og hefur verið í gæsluvarðhaldi í tíu mánuði. Hann hefur nú verið framseldur til Bandaríkjanna eins og áður sagði.

Viáfara, sem er 41 árs, heldur fram sakleysi sínu.

Hann lék með Portsmouth og Southampton á Englandi á árunum 2005-08. Hann lék 34 landsleiki fyrir Kólumbíu á árunum 2003-10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×