Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 16:30 Umræddar niðurstöður komu vísindamönnum á óvart. Unsplash/Cassie Matias Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt. Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt.
Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47
Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30
Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57