Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 10. apríl 2019 13:30 Paula Lehtomäki framkvæmdastjóri norrænu ráðherranefndarinnar, Ola Elvestuen loftslags- og umhverfisráðherra Noregs, Kimmo Tiilikainen húsnæðis-, orkumála- og umhverfisráðherra Finnlands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra, Jakob Ellemann-Jensen umhverfis- og matvælaráðherra Danmerkur, Karen Motzfeldt fulltrúi Grænlands á fundinum og Lars Ronnås loftslagssendiherra Svíþjóðar. Mynd/Umhverfisráðuneytið „Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni. Umhverfismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira
„Ráðherrarnir eru sammála um að þróa samning sem tekur á plastmengun í hafi og örplastmengun,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, en hann stýrði fundi ráðherranefndar umhverfisráðherra Norðurlandanna sem fundaði í Reykjavík í morgun en Ísland gegnir formennsku í nefndinni í ár. Ráðherrarnir samþykktu á fundinum yfirlýsingu þar sem kallað er eftir nýjum alþjóðlegum sáttmála sem hefur það að markmiði að draga úr og fyrirbyggja losun plasts og örplasts í hafið. Yfirlýsing ráðherranna verður send til stofnana Evrópusambandsins og Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem og G7 og G20 ríkjanna.Guðmundur Ingi stýrði fundi ráðherranefndarinnar.Mynd/Umhverfisráðuneytið„Það er mjög mikilvægt að koma þessari yfirlýsingu út,“ segir Guðmundur Ingi. „Þessi umræða hefur verið talsvert mikil í hinu alþjóðlega samhengi og þetta styður það að við getum farið að taka af meiri festu á við þessi mál alþjóðlega. Plastið og plastmengunin þekkir ekki landamæri en síðan þurfum við auðvitað að standa okkur vel heima fyrir.“ Á fundinum var einnig rætt um eftirfylgni við Helsinki-yfirlýsinguna um kolefnishlutleysi. Í janúar undirrituðu forsætisráðherrar Norðurlandanna yfirlýsingu þess efnis að Norðurlöndin vildu vera leiðandi í loftslagsmálum og þau ætluðu sér að efla samvinnu á fjölmörgum sviðum. Þar er kolefnishlutleysi ekki undanskilið. Í dag var einnig ákveðið að setja af stað greiningu á markmiðum Norðurlandanna um kolefnishlutleysi og ráðherrarnir ræddu einnig mikilvægi þess að setja metnaðarfull markmið við endurskoðun samnings um líffræðilega fjölbreytni.
Umhverfismál Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Fleiri fréttir Með hamagang á hóteli og kastaði innanstokksmunum „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Sjá meira