Grunnskólabörn í Rangárþingi ytra borða frítt Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 11. janúar 2020 12:45 Margrét Harpa Guðsteindsóttir, sem segist vera mjög ánægð með að Á-listinn hafi komið í gegn málinu um fríar máltíðir fyrir grunnskólabörn í Rangárþingi ytra. Einkasafn Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið. Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Um tvö hundruð grunnskólabörn á Hellu, Laugalandi í Holtum og í Ásahreppi fá nú frían hádegisverð í skólum sínum frá og með áramótum. Maturinn kostar Rangárþing ytra um 11 milljónir á ári. Það hefur verið mikið kappsmál hja Á–listanum í sveitarstjórn Rangárþings ytra að koma málinu um frían hádegismat í grunnskólum sveitarfélagsins í gegnum stjórnkerfið. Það tókst nú um áramótin því nú þurfa fjölskyldur grunnskólabarn á Grunnskólanum á Hellu og í Grunnskólanum á Laugalandi í Holtum þar sem börn úr Ásahreppi eru líka í skólanum, ekki að borga neitt fyrir hádegismatinn í skólanum. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir frá Á – listanum er mjög ánægð með að málið sé nú í höfn. „Já, okkur finnst þetta vera réttlætismál og koma sér vel fyrir barnafjölskyldur. Þetta á að vera frí þjónusta, börn eiga að vera í grunnskóla á þessum tíma, þau hafa ekki tök á því að fara heim þannig að mér finnst náttúrulega að öll börn eigi að fá eina góða máltíð á dag“. Margrét Harpa segir að áfram verði passað upp á gæði matarins þannig að börnin fái hollt og gott að borða í skólunum sínum eins og verið hefur hingað til. „Já, við pössum upp á það að það verði ekkert slegið af kröfum með það að þetta verði holl og góð máltíð. Það má ekkert fara að spara í við hráefniskaup og þess háttar þrátt fyrir að sveitarfélagið borgi brúsan. Þetta verður bara áfram með sama sniði og vonandi bara betri“. Fríu máltíðirnar ná til nemenda í Grunnskólanum á Hellu og á Laugalandi í Holtum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Kostnaður við verkefnið er um 11 milljónir króna fyrir sveitarfélagið og segir Margrét Harpa að þeim peningum sé vel varið. Fríu máltíðirnar ná til um 200 barna, 165 frá Rangárþingi ytra og 35 barna úr Ásahreppi. Margrét segist alls staðar fá góð viðbrögð úr samfélaginu við málinu við málinu og það sé mjög ánægjulegt að meirihlutinn í sveitarstjórn hafi samþykkt málið.
Rangárþing ytra Skóla - og menntamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira