Íslenski boltinn

Þrjú rauð spjöld er Breiða­blik burstaði HK | Marka­laust í Skessunni og á Skaganum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Blika og HK síðasta sumar.
Úr leik Blika og HK síðasta sumar. vísir/bára

Breiðablik gerði sér lítið fyrir og burstaði granna sína í HK, 6-1, er liðin mættust í A-deild Fótbolta.net mótsins í dag.

Ólafur Guðmundsson, Gísli Eyjólfsson og Brynjólfur Darri Willumsson komu Breiðablik í 3-0.

Ásgeir Börkur Ásgeirsson fékk beint rautt spjald í liði HK áður en Birnir Snær Ingason skoraði og minnkaði muninn.

Stefán Ingi Sigurðsson kom Blikum í 4-1 en þá kom annað rauða spjald leiksins er Viktor Örn Margeirsson fékk rautt.

Í kjölfarið kom þriðja og síðasta rauða spjald leiksins er Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, fékk að líta það rauða.

Brynjólfur Darri og Þorleifur Úlfarsson bættu við sitthvoru markinu áður en yfir lauk og lokatölur 6-1.FH og ÍBV gerðu markalaust jafntefli í Skessunni í sama riðli.

Í riðli tvö gerðu ÍA og Stjarnan 2-2 jafntefli. Brynjar Snær Pálsson kom ÍA yfir en Guðjón Baldvinsson jafnaði.

Steinar Þorsteinsson kom ÍA aftur yfir en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin á nýjan leik. Lokatölur 2-2.

Hinn leikurinn í riðli tvö hefst klukkan 15 er Grótta og Grindavík mætast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×