Segja stórsigur að tekist hafi að opna búð á Borgarfirði eystra Kristján Már Unnarsson skrifar 13. janúar 2020 15:17 Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir og harðfiskverkandi á Borgarfirði eystra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Íbúar Borgarfjarðar máttu búa við það í tæpt ár fram á mitt ár 2018 að hafa enga matvöruverslun og þurftu þá að keyra sjötíu kílómetra vegalengd til Egilsstaða til að kaupa í matinn. En svo fóru aftur að berast vörusendingar. Búðin lifnaði við að nýju. Bryndís Snjólfsdóttir annast afgreiðslu í Búðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég held að það séu allir mjög ánægðir með það. Og vel sótt. Þetta var bara mjög lélegt að hafa ekki búð hérna í heilan vetur. Þurftum að fara í Egilsstaði til að versla,“ segir Bryndís Snjólfsdóttir, sem var við afgreiðslu í Búðinni. Opnunartími er venjulega bara tveir tímar síðdegis og bara þrjá daga í viku yfir háveturinn. „Það var stórsigur að fá aftur búð á staðinn. Mér fannst það alveg hræðilegur tími, - það var einn vetur sem var lokað og við höfðum enga búð. Það var alveg skelfilegur tími,“ segir Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir á Borgarfirði. Jakob Sigurðsson oddviti kemur með vörur í Búðina en hann annast farþega- og vöruflutninga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búðin á Borgarfirði er ein sex verslana í strjálbýli sem ríkisvaldið ákvað að styðja með sérstöku framlagi en jafnframt kom til samhent átak sjötíu manna hóps. „Þetta var eitt verkefnið í Brothættum byggðum, sem hafðist í gegn, með bara stuðningi allra heimamanna og burtfluttra Borgfirðinga. Bara samhentur hópur sem stóð saman að þessu,“ segir Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri. Jakob oddviti: Samhent átak, jafn heimamanna sem brottfluttra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Og þetta er ekki bara búð. „Upplýsingamiðstöð. Og hér kemur fólkið saman og fær sér kaffisopa hérna fram í kaffihorninu og spjallar um lífið og tilveruna,“ segir Bryndís. „Svoleiðis að ég gleðst, var mjög glöð þegar var opnuð hérna búð, og versla allt hér,“ segir húsmóðirin Helga Björg, sem segist ekki einu sinni gera helgarinnkaupin á Egilsstöðum. „Né, ég er alveg trú búðinni hér, algjörlega bara.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Verslun Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Íbúar Borgarfjarðar eystri segja stórsigur að tekist hafi að opna matvöruverslun á ný í þessu eitthundrað manna byggðarlagi en til þess þurfti samhent átak heimamanna og stuðning brottfluttra. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Íbúar Borgarfjarðar máttu búa við það í tæpt ár fram á mitt ár 2018 að hafa enga matvöruverslun og þurftu þá að keyra sjötíu kílómetra vegalengd til Egilsstaða til að kaupa í matinn. En svo fóru aftur að berast vörusendingar. Búðin lifnaði við að nýju. Bryndís Snjólfsdóttir annast afgreiðslu í Búðinni.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Ég held að það séu allir mjög ánægðir með það. Og vel sótt. Þetta var bara mjög lélegt að hafa ekki búð hérna í heilan vetur. Þurftum að fara í Egilsstaði til að versla,“ segir Bryndís Snjólfsdóttir, sem var við afgreiðslu í Búðinni. Opnunartími er venjulega bara tveir tímar síðdegis og bara þrjá daga í viku yfir háveturinn. „Það var stórsigur að fá aftur búð á staðinn. Mér fannst það alveg hræðilegur tími, - það var einn vetur sem var lokað og við höfðum enga búð. Það var alveg skelfilegur tími,“ segir Helga Björg Eiríksdóttir, húsmóðir á Borgarfirði. Jakob Sigurðsson oddviti kemur með vörur í Búðina en hann annast farþega- og vöruflutninga.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Búðin á Borgarfirði er ein sex verslana í strjálbýli sem ríkisvaldið ákvað að styðja með sérstöku framlagi en jafnframt kom til samhent átak sjötíu manna hóps. „Þetta var eitt verkefnið í Brothættum byggðum, sem hafðist í gegn, með bara stuðningi allra heimamanna og burtfluttra Borgfirðinga. Bara samhentur hópur sem stóð saman að þessu,“ segir Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri. Jakob oddviti: Samhent átak, jafn heimamanna sem brottfluttra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Og þetta er ekki bara búð. „Upplýsingamiðstöð. Og hér kemur fólkið saman og fær sér kaffisopa hérna fram í kaffihorninu og spjallar um lífið og tilveruna,“ segir Bryndís. „Svoleiðis að ég gleðst, var mjög glöð þegar var opnuð hérna búð, og versla allt hér,“ segir húsmóðirin Helga Björg, sem segist ekki einu sinni gera helgarinnkaupin á Egilsstöðum. „Né, ég er alveg trú búðinni hér, algjörlega bara.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Verslun Tengdar fréttir Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39 Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30 Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina. 6. nóvember 2019 22:39
Flutti í fjarlægan fjörð til að vinna dýrustu landbúnaðarvöru Íslands Fyrirtæki sem fullvinnur æðardún hefur verið sett á stofn á Borgarfirði eystra. Þar er þessi dýrasta landbúnaðarvara Íslands sett í sængur og þær síðan seldar sem lúxusvara. 23. nóvember 2019 22:30
Verka harðfisk og hákarl í brælunum fyrir austan Starfsmennirnir í Fiskverkun Kalla Sveins á Borgarfirði eystra verka harðfisk og hákarl í gæftaleysi þegar hráefni skortir í hefðbundna fiskvinnslu. 30. nóvember 2019 12:40