Búkollustjórinn Dóra einn af gleðigjöfum Borgfirðinga Kristján Már Unnarsson skrifar 6. nóvember 2019 22:39 Dóra Sigfúsdóttir búkollustjóri spjallar við fréttamann. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Gleði ríkir meðal Borgfirðinga eystra að sjá loksins fyrir endann á uppbyggingu þjóðvegarins yfir til Héraðsflóa eftir áratugabaráttu. Liðlega tvítug stúlka er í hópi þeirra sem annast vegagerðina og stýrir þar stærðar búkollu. Myndir frá vegagerðinni voru sýndar í fréttum Stöðvar 2.Vinnuvélar í brekkunni upp af Unaósi við Héraðsflóa.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Þessa dagana eru starfsmenn Héraðsverks að byggja upp níu kílómetra kafla í brekkunum frá Unaósi og upp á Vatnsskarð eystra og vonast til að komast sem lengst fyrir háveturinn. „Ætlum við reynum ekki bara að vera eins og leyfir núna, kannski eitthvað dálítið langt fram í nóvember, ef það er hægt,“ segir Benedikt Ólason, verkefnisstjóri hjá Héraðsverki. „Svo byrjum við aftur í maí og reynum að klára þetta.. ja, - kannski í endaðan ágúst á næsta ári.“Benedikt Ólason, verkefnisstjóri Héraðsverks.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.22 ára stúlka frá Seyðisfirði stýrir búkollu. Við spyrjum hana hvernig vinna þetta sé: „Bara mjög góð. Hugsað vel um mann hérna,“ svarar Dóra Sigfúsdóttir, sem titlar sig búkollustjóra. -Þýðir það; góðir peningar í veskið? „Já.“ Horft til Dyrfjalla af nýja veginum á Vatnsskarði eystra.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Hún er eina konan í sex manna vinnuflokki Héraðsverks á Vatnsskarðinu. -Hvernig er að vinna í svona karlahópi? „Það er bara frábært,“ svarar Dóra og hlær.Malbikaður þjóðvegurinn í Njarðvík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Starfsmenn Héraðsverks finna fyrir ánægju íbúanna á Borgarfirði eystra. „Við klæddum töluvert núna í sumar og haust það sem við ætluðum að klára á næsta ári. Við fórum aðeins á undan áætlun hérna. Það eru allir voða ánægðir með það, eðlilega,“ segir Benedikt hjá Héraðsverki.Borgarfjörður eystri skartaði sínu fegursta þegar Stöðvar 2-menn voru þar á ferð. Staðarfjall í baksýn.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Malbikið er þegar komið á fimm kílómetra í Njarðvík og Njarðvíkurskriðum. Oddvitinn og Njarðvíkurbóndinn Jakob Sigurðsson fagnar samgöngubót:Jakob Sigurðsson, oddviti Borgarfjarðar eystri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.„Þetta er orðin áratugabarátta, - löng er hún orðin allavega, að ná þessu. En þetta voru alveg gleðitíðindi þegar þetta kom, - þegar hún er komin. Það er alveg dásamlegt að fara um þetta,“ segir Jakob. Þegar þessum verkhluta lýkur, væntanlega seinnipart næsta sumars, verður samt eftir einn kafli á láglendi á Fljótsdalshéraði til að hægt verði að komast á malbiki alla leið milli Borgarfjarðar eystri og Egilsstaða. „Það er eftir að gera frá Eiðum og út í Laufás. Ætli það séu ekki 10-15 kílómetrar,“ segir Benedikt Ólason. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Borgarfjörður eystri Fljótsdalshérað Samgöngur Tengdar fréttir Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43 Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45 Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Aðeins einn býðst til að bæta veginn til Borgarfjarðar eystra Aðeins eitt tilboð barst í endurbætur á 8,8 kílómetra löngum kafla Borgarfjarðarvegar um Vatnsskarð eystra en tilboðsfrestur Vegagerðarinnar rann út í gær. 4. júlí 2019 16:43
Íbúarnir mótmæltu með því að hefja malbikunarframkvæmdir Nánast allir íbúar á Borgarfirði eystri mótmæltu í dag og hófu malbikunarframkvæmdir á malarveginum sem liggur frá plássinu og í næsta þéttbýliskjarna, Egilsstaði. 19. febrúar 2018 19:45
Skoruðu á Sigurð Inga að laga þriggja kílómetra kafla á Borgarfjarðarvegi Leyfa sér að vera hóflega bjartsýn eftir fundinn. 16. mars 2018 22:15