Vara við því að ný veira gæti dreift úr sér Kjartan Kjartansson skrifar 14. janúar 2020 15:54 Heilbrigðisstarfsmaður fylgist með farþegum á alþjóðaflugvellinum í Hong Kong. Grannt hefur verið fylgst með mögulegri útbreiðslu nýju veirunnar. AP/Andy Wong Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent sjúkrahúsum um allan heim leiðbeiningar vegna mögulegrar útbreiðslu nýrrar tegundar kórónaveiru sem kom upp í Kína í desember. Greint var frá fyrsta tilfellinu sem greinist utan Kína í Taílandi í gær. Einn hefur látið lífið og nokkrir veikst heiftarlega í öndunarfærum af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan. Smitið var rakið til markaðar með lifandi dýr þar í borg og eru einkennin sögð líkjast lungnabólgu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir nú í fyrsta skipti að „takmarkað“ smit hafi átti sér stað á milli manna en möguleiki sé á frekari útbreiðslu. Stofnunin segist búa sig undir þann möguleika og sjúkrahúsum um allan heim hafi verið sendar leiðbeiningar um sýkingarvarnir. Kínversk kona hefur verið sett í einangrun í Taílandi en hún er talin sýkt af veirunni. Það er fyrsta tilfelli hennar utan Kína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Konan kom til Taílands 8. janúar en enginn samferðamanna hennar veiktist. Hún er nú sögð nógu frísk til að halda heim til Wuhan. Afbrigði sömu veiru olli SARS-faraldrinum svonefnda sem dró um 700 manns til dauða um allan heim frá 2002 til 2003. Faraldurinn átti upptök sín í Kína en smitaði um 8.000 manns í 26 löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur sent sjúkrahúsum um allan heim leiðbeiningar vegna mögulegrar útbreiðslu nýrrar tegundar kórónaveiru sem kom upp í Kína í desember. Greint var frá fyrsta tilfellinu sem greinist utan Kína í Taílandi í gær. Einn hefur látið lífið og nokkrir veikst heiftarlega í öndunarfærum af völdum veirunnar í kínversku borginni Wuhan. Smitið var rakið til markaðar með lifandi dýr þar í borg og eru einkennin sögð líkjast lungnabólgu. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) segir nú í fyrsta skipti að „takmarkað“ smit hafi átti sér stað á milli manna en möguleiki sé á frekari útbreiðslu. Stofnunin segist búa sig undir þann möguleika og sjúkrahúsum um allan heim hafi verið sendar leiðbeiningar um sýkingarvarnir. Kínversk kona hefur verið sett í einangrun í Taílandi en hún er talin sýkt af veirunni. Það er fyrsta tilfelli hennar utan Kína, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Konan kom til Taílands 8. janúar en enginn samferðamanna hennar veiktist. Hún er nú sögð nógu frísk til að halda heim til Wuhan. Afbrigði sömu veiru olli SARS-faraldrinum svonefnda sem dró um 700 manns til dauða um allan heim frá 2002 til 2003. Faraldurinn átti upptök sín í Kína en smitaði um 8.000 manns í 26 löndum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Sjá meira
Óþekkt veira í Kína líklega ný gerð kórónaveiru Einn er látinn og tugir hafa smitast af völdum veiru sem talin er skyld þeirri sem olli SARS- og MERS-faröldrunum á sínum tíma. 13. janúar 2020 11:28