Erlent

Leið­togi sænska Vinstri­flokksins hyggst hætta

Atli Ísleifsson skrifar
Jonas Sjöstedt hefur gegnt formennsku í flokknum frá árinu 2012.
Jonas Sjöstedt hefur gegnt formennsku í flokknum frá árinu 2012. Getty

Jonas Sjöstedt, formaður sænska Vinstriflokksins, tilkynnti í gær að hann muni hætta sem formaður í vor. Hann ætli ekki að gefa kost á sér til endurkjörs á flokksþingi sem fram fer í maí.

Sjöstedt hefur gegnt formennsku í flokknum frá árinu 2012 og setið á sænska þinginu frá 2010. Á árunum 1995 til 2006 átti hann sæti á Evrópuþinginu.

Flokkurinn er með 27 fulltrúa á sænska þinginu og er í stjórnarandstöðu. Þá á flokkurinn mann á Evrópuþinginu og fjölda fulltrúa á sveitarstjórnarstiginu.

Sjöstedt greindi frá ákvörðun sinni á Facebook. Segir hann að fjölskyldan hafi ráðið mestu varðandi ákvörðunina, en hann kveðst ætla að flytja til í sumar Víetnam þar sem fjölskylda hans hafi búið að undanförnu. Kona hans starfar sem sendiherra í Víetnam.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×