Erlent

Hús hrundi skyndilega með látum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Manneskjurnar tvær sjást lengst til hægri á mynd á meðan húsið hrynur vinstra megin.
Manneskjurnar tvær sjást lengst til hægri á mynd á meðan húsið hrynur vinstra megin. Skjáskot/youtube

Tveggja hæða hús hrundi í Washington D.C. í Bandaríkjunum í gær. Atvikið náðist á öryggismyndavél og sýnir hvernig húsið hrundi rétt eftir að tvær manneskjur gengu fram hjá því - og nokkrum sekúndum áður en slökkviliðsbíll átti leið hjá.

Í frétt Washington Post segir að framkvæmdir hafi staðið yfir í byggingunni, sem áður hýsti verslun en átti að breyta í íbúðarhúsnæði.

Í áðurnefndu myndbandi sjást tvær manneskjur ganga yfir götu við bygginguna, sem hrynur skyndilega með miklum látum. Manneskjurnar tvær taka á rás og rykmökkur rís upp. Andartaki síðar staðnæmist slökkviliðsbíll við húsið, sem var á ferð eftir götunni fyrir tilviljun.

Washington Post segir að einn vegfarandi hafi fengið í sig brak úr húsinu er það féll. Þá hafa ekki fengist upplýsingar um það af hverju byggingin hrundi.

Myndbandið má sjá hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.