Erlent

Dauðs­föllum í flug­slysum í far­þega­flugi fækkaði um helming

Atli Ísleifsson skrifar
Sérfræðingar segja nýliðið ár hafa verið eitt það öruggasta í flugsögunni.
Sérfræðingar segja nýliðið ár hafa verið eitt það öruggasta í flugsögunni. Getty

Dauðsföllum í flugslysum í farþegaflugi fækkaði um fimmtíu prósent á milli áranna 2018 og 2019. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu hollensku ráðgjafastofunni To70 um flugiðnaðinn.

Þar segir á síðasta ári hafi 257 látist í flugslysum stórra farþegavéla samanborið við 534 árið 2018.

Þrátt fyrir þetta varð mannskætt flugslys í mars á þessu ári þegar Boeing Max vél fórst í Eþjópíu sem leiddi til þess að vélar slíkrar gerðar voru kyrrsettar. 157 létu lífið í því slysi.

Í fyrra urðu, samkvæmt skýrslunni, 86 flugslys þar sem um er að ræða stórar farþegavélar og í átta tilfellum urðu dauðsföll. Þessi fækkun slysa kemur þrátt fyrir mikla aukningu í farþegaflugi og segja skýrsluhöfundar að eitt banaslys hafi orðið á móti 5,6 milljónum flugferða þar sem ekkert gerist.

Síðasta ár sé því eitt það öruggasta í gervallri flugsögunni, segja sérfræðingarnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×