Erlent

Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá Camp Simba í Kenía.
Frá Camp Simba í Kenía. Vísir/EPA

Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni.

Íslamski öfgahópurinn al-Shabab ber ábyrgð á árásinni, að því er fram kemur í frétt BBC af málinu.

Bæði bandarískar og kenískar hersveitir notast við stöðina, Camp Simba, sem staðsett er á kenísku eynni Manda.

Vitni að árásinni segjast hafa heyrt skotið af byssu og að í kjölfarið hafi svartan reyk tekið að stíga upp úr herstöðinni.

Keníski herinn sendi í kjölfarið út yfirlýsingu þar sem fram kom að fjórir vígamenn al-Shabab-samtakanna hafi verið felldir. Samtökin hafa staðið fyrir hryðjuverkum í Sómalíu og annars staðar á austurströnd Afríku undanfarin ár.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.