Tyrkir senda herlið til Líbíu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 23:37 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/Getty Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. Tyrkneska þingið samþykkti í síðustu viku að senda herlið á vegum ríkisins til Líbíu. Sveitum Tyrkja er ætlað að veita ríkisstjórn Líbíu, sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, stuðning í baráttu gegn uppreisnarhópum, en borgarastyrjöld hefur geisað í Líbíu frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli, og hann myrtur, árið 2011. Líbísk stjórnvöld hafa að undanförnu staðið í átökum við uppreisnarhópa á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, en sveitir hans hafa aðsetur í austurhluta landsins, líkt og hann sjálfur. Haftar nýtur stuðnings Egyptalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en ríkisstjórn Líbíu hefur Tyrki og Katara á bak við sig. Að undanförnu hafa uppreisnarmenn reynt að ná höfuðborginni Trípólí á sitt vald, en síðast í gær var gerð loftárás á herskóla í borginni, þar sem tugir féllu. Talið er að uppreisnarsveitir Haftar hafi staðið á bak við þá árás, en þær neita þó sök. Stjórnvöld í Ísrael, Grikklandi og á Kýpur hafa öll lagst gegn þátttöku Tyrkja í aðgerðum í Líbíu. Þau segja að hernaðarbrölt Tyrkja gæti dregið úr stöðugleika á svæðinu, og að það væri mögulega í trássi við hernaðarbann Sameinuðu þjóðanna. Tyrknesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um umfang þess stuðnings sem ríkið hyggst veita líbískum stjórnvöldum í baráttu sinni. Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir tyrkneskt herlið haldið af stað til Líbíu. Markmið þeirra er að veita sitjandi ríkisstjórn Líbíu stuðning í baráttu sinni við uppreisnarhópa. Tyrkneska þingið samþykkti í síðustu viku að senda herlið á vegum ríkisins til Líbíu. Sveitum Tyrkja er ætlað að veita ríkisstjórn Líbíu, sem studd er af Sameinuðu þjóðunum, stuðning í baráttu gegn uppreisnarhópum, en borgarastyrjöld hefur geisað í Líbíu frá því að einræðisherranum Muammar Gaddafi var steypt af stóli, og hann myrtur, árið 2011. Líbísk stjórnvöld hafa að undanförnu staðið í átökum við uppreisnarhópa á vegum hershöfðingjans Khalifa Haftar, en sveitir hans hafa aðsetur í austurhluta landsins, líkt og hann sjálfur. Haftar nýtur stuðnings Egyptalands og Sameinuðu arabísku furstadæmanna, en ríkisstjórn Líbíu hefur Tyrki og Katara á bak við sig. Að undanförnu hafa uppreisnarmenn reynt að ná höfuðborginni Trípólí á sitt vald, en síðast í gær var gerð loftárás á herskóla í borginni, þar sem tugir féllu. Talið er að uppreisnarsveitir Haftar hafi staðið á bak við þá árás, en þær neita þó sök. Stjórnvöld í Ísrael, Grikklandi og á Kýpur hafa öll lagst gegn þátttöku Tyrkja í aðgerðum í Líbíu. Þau segja að hernaðarbrölt Tyrkja gæti dregið úr stöðugleika á svæðinu, og að það væri mögulega í trássi við hernaðarbann Sameinuðu þjóðanna. Tyrknesk stjórnvöld hafa ekkert gefið upp um umfang þess stuðnings sem ríkið hyggst veita líbískum stjórnvöldum í baráttu sinni.
Líbía Tyrkland Tengdar fréttir Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Á þriðja tug látin eftir loftárás á skóla í Líbíu Minnst 28 eru látin og fleiri særðust eftir loftárás á herskóla í Tripoli, höfuðborg Líbíu. 4. janúar 2020 23:24