NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Kjartan Kjartansson skrifar 6. janúar 2020 13:18 Frá prófunum á James Webb-sjónaukanum árið 2016. NASA/Chris Gunn James Webb-geimsjónaukanum (JWST) verður skotið út í geim í mars á næsta ári þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Útlit er fyrir að kostnaður við sjónaukann muni nema um 9,7 milljörðum dollara, jafnvirði tæpra 1.200 milljarða íslenskra króna. Sjónaukinn hefur lengi verið á teikniborðinu og skoti hans hefur verið margfrestað og hönnun hans breytt. Um skeið stóð til að skjóta JWST á loft árið 2018 en í júníþað ár var ákveðið að fresta skotinu til snemma árs 2021 þar sem ekki hafði náðst að ljúka prófunum og undirbúningi. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnanna. Á fundi Stjörnufræðisambands Bandaríkjanna um helgina lögðu yfirmenn NASA áherslu á að sjónaukinn væri á áætlun, að sögn Space.com. Á þessu ári standi til að prófa hvort að sjónaukinn stenst titringinn sem fylgir geimskotinu og frekari tilraunir með að opna hann. James Webb verður stærsti og öflugasti geimsjónaukinn í sögunni þegar hann verður tekinn í notkun og á hann að taka við af Hubble-geimsjónaukanum. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina. Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
James Webb-geimsjónaukanum (JWST) verður skotið út í geim í mars á næsta ári þrátt fyrir tafir og kostnaðarauka, að sögn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Útlit er fyrir að kostnaður við sjónaukann muni nema um 9,7 milljörðum dollara, jafnvirði tæpra 1.200 milljarða íslenskra króna. Sjónaukinn hefur lengi verið á teikniborðinu og skoti hans hefur verið margfrestað og hönnun hans breytt. Um skeið stóð til að skjóta JWST á loft árið 2018 en í júníþað ár var ákveðið að fresta skotinu til snemma árs 2021 þar sem ekki hafði náðst að ljúka prófunum og undirbúningi. Sjónaukinn er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimstofnanna. Á fundi Stjörnufræðisambands Bandaríkjanna um helgina lögðu yfirmenn NASA áherslu á að sjónaukinn væri á áætlun, að sögn Space.com. Á þessu ári standi til að prófa hvort að sjónaukinn stenst titringinn sem fylgir geimskotinu og frekari tilraunir með að opna hann. James Webb verður stærsti og öflugasti geimsjónaukinn í sögunni þegar hann verður tekinn í notkun og á hann að taka við af Hubble-geimsjónaukanum. Spegill JWST er 6,5 metrar að þvermál en til samanburðar er spegill Hubble er 2,4 metra breiður. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann eftir árlegri sporbraut jarðar í kringum sólina.
Geimurinn Tækni Vísindi James Webb-geimsjónaukinn Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11
Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar James Webb-geimsjónaukanum verður ekki skotið á loft fyrr en í fyrsta lagi í maí árið 2020. 28. mars 2018 15:40