Arftaka Hubble-geimsjónaukans seinkar Kjartan Kjartansson skrifar 28. mars 2018 15:40 Tröllaukinn spegill JWST. Búið er að framleiða alla hluta sjónaukans en eftir á að setja þá alla saman og prófa. Vísir/AFP Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Geimskoti James Webb-geimsjónaukans sem átti upphaflega að fara fram á þessu ári seinkar til 2020 vegna tæknilegra örðugleika. Þá er útlit fyrir að kostnaðurinn við þennan stærsta geimsjónauka sögunnar fari fram úr áætlunum bandarískra stjórnvölda. James Webb-geimsjónaukinn (JWST) er samstarfsverkefni bandarísku, evrópsku og kanadísku geimvísindastofnananna. Honum er ætlað að leysa Hubble-geimsjónaukann af hólmi sem hefur verið í notkun í meira en aldarfjórðung. Upphaflega stóð til að skjóta JWST á loft í október en því var frestað seint á síðasta ári. Þess í stað átti að skjóta honum á loft næsta vor eða sumar. Nú er hins vegar ljóst að ekkert verður af því. Í tilkynningu frá NASA kemur fram að ástæðan fyrir seinkunni sé sú að verkfræðingar þurfi lengri tíma til að setja ólíka hluta sjónaukans saman og prófa þá. Við það færist skotglugginn aftur í maí árið 2020.Þingið þarf að samþykkja aukin framlögBreska ríkisútvarpið BBC segir að þetta geti skapað vandamál fyrir fjármögnun sjónaukans. Þegar Bandaríkjaþing samþykkti verkefnið árið 2011 var það þeim skilyrðum háð að kostnaður við þróun og smíði færi ekki fram úr átta milljörðum dollara. Nú er útlit fyrir að kostnaðurinn keyri fram úr því hámarki og þyrfti Bandaríkjaþing þá að samþykkja aukin framlög til sjónaukans. Hinn valkosturinn er að hætta við verkefnið sem hefur kostað bandaríska skattgreiðendur 7,3 milljarða dollara nú þegar. Scientific American bendir á að tafirnar gætu sett strik í reikninginn fyrir áætlanagerð fyrir sjónauka framtíðarinnar. JWST er mun stærri en Hubble, stærsti geimsjónaukinn sem er í notkun. Spegill Hubble er 2,4 metra breiður en þvermál spegilsins í JWST er 6,5 metrar. Sjónaukinn á meðal annars að skyggnast lengra aftur að upphafi alheimsins en hægt hefur verið fram að þessu. Ólíkt Hubble-geimsjónaukanum verður JWST ekki á braut um jörðu heldur í svonefndum Lagrange-punkti 2 í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni í áttina frá sólu. Því verður engin leið að gera lagfæringar á sjónaukanum þegar hann er einu sinni kominn á sinn stað. Lagrange-punktur 2 er staður í geimnum þar sem þyngdarkraftar jarðar og sólar jafnast út. Þegar James Webb verður kominn þangað fylgir hann árlegri sporbraut jarðar eftir fullkomlega á ferð hennar í kringum sólina.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Skoti stærsta geimsjónauka heims frestað til 2019 Til stóð að skjóta James Webb-geimsjónaukanum á loft næsta haust. Það frestast hins vegar fram á vorið 2019. 29. september 2017 09:11