Indverskir stúdentar mótmæla árás á háskóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2020 19:18 Stúdentafélagið ABVP hefur verið sakað um að bera ábyrgð á árásinni. epa/STR Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum. Indland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Indverskir stúdentar leituðu í dag út á götur og mótmæltu árás sem gerð var á háskóla í Delhi af grímuklæddum mönnum á sunnudag. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Minnst fjörutíu stúdentar og starfsfólk Jawaharlal Nehru háskólans var lagt inn á sjúkrahús vegna áverka sem það hlaut í árásinni. Myndbönd af árásinni dreifðust fljótt með forritinu WhatsApp og voru þau svo sýnd í sjónvarpi og ullu mikill reiði almennings. Mótmæli eru nú í gangi í borgunum Chandigarh, Bangalore, Mumbai og Hyderabad auk höfuðborgarinnar Delhi. Indverskir stúdentar söfnuðust víða saman til að mótmæla árásinni.EPA/JAGADEESH NV JNU háskólinn hefur lengi verið tengdur vinstri sinnuðum róttæklingum og hafa einhverjir stúdentar við háskólann kennt félagi hægrisinnaðra stúdenta við skólann, sem hefur tengsl við stjórnarflokkinn Bharatiya Janata, um árásina. Félagið hefur neitað tengslum við árásina og segir vinstri sinnaða aðgerðarsinna ábyrga fyrir henni. Þá segist lögreglan hafa borið kennsl á einhverja árásarmannanna. Hins vegar hafa margir mótmælendur sakað lögreglu um að hafa brugðist of hægt við árásinni. Viðbragðsaðilar sagðir hafa staðið hjá Um klukkan sjö að staðartíma í gærkvöldi hóf hópur grímuklæddra manna auk minnst einnar konu árás á stúdenta við JNU háskólann. Vitni segja að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir steinum, prikum og járnteinum. „Steinarnir voru það stórir að þeir hefðu getað brotið í okkur höfuðkúpurnar,“ sagði Atul Sood, prófessor við skólann, í samtali við indversku sjónvarpsstöðina NDTC. „Ég datt og þegar ég stóð upp sá ég að bílarnir fyrir framan mig voru illa farnir.“ „Hættið að breyta háskólasvæðum í stríðssvæði“ stendur á skilti þessa mótmælenda.epa/JAGADEESH NV Í einu myndbandinu sem náðist sást forseti stúdentaráðsins með blæðandi höfuðsár. Sood sagði að um 50 kennarar og 200 nemendur sem eru mótfallnir hækkandi leigugjalds á stúdentagörðunum höfðu verið á fundi um málið í skólanum þegar árásin hófst. Þá hafa margir gagnrýnt viðbrögð lögreglu og annarra viðbragðsaðila. Amit Thorat, kennari í hagfræði við skólann, sagði í samtali við Reuters að klukkutími hafi liðið frá því að hann hringdi sitt fyrsta símtal í neyðarlínuna þar til lögregla kom á staðinn. Þá talaði Reuters við nærri tug sjónarvotta sem halda því fram að lögreglan hafi staðið hjá en hafi ekkert gert þegar hún kom á staðinn. Ásakanir fljúga milli vinstri- og hægrisinnaðra stúdenta Enn er ekki vitað hver ber ábyrgð á árásinni eða hver ástæða hennar sé. Stúdentarnir sem voru á húsnæðisfundinum kenna stúdentafélagsins Akhil Bharatiya Vidyarthi Parishad (ABVP) fyrir árásina, en það er félag hægrisinnaðra stúdenta með tengsl við BJP flokkinn. Durgesh Kumar, formaður ABVP, segir að meðlimir félagsins hafi verið fórnarlömb og að einhverjir þeirra hafi slasast. Háskólinn gaf út yfirlýsingu þar sem hópi stúdenta var kennt um árásina sem eru mótfallnir því að nýir nemendur séu skráðir í skólann. Margir telja að þar sé vísað í vinstrisinnaða nemendur sem hafa mótmælt hækkandi húsnæðisgjöldum.
Indland Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira