Neyðarástandi lýst yfir í Púertó Ríkó Samúel Karl Ólason skrifar 8. janúar 2020 10:44 Embættismenn í Púertó Ríkó segja minnst 346 manns hafa misst heimili sín. AP/Carlos Giusti Wanda Vazquez, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunni eftir að sterkur jarðskjálfti skall þar á í gær. Minnst einn lést í jarðskjálftanum og hús hrundu víða. Skjálftinn olli því einnig að nánast öll eyjan er á rafmagns en rúmlega þrjár milljónir búa á Púertó Ríkó. Skjálftar hafa verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember. Hundruð skjálfta hafa mælst og þar af tíu yfir fjórum að styrk. Vazquez segist búast við að rafmagn verði komið á aftur að mestu innan tveggja sólarhringa, samkvæmt Reuters. Rafmagnsleysið hefur leitt til þess að minnst 300 þúsund manns hafa ekki aðgang að drykkjarvatni. Embættismenn í Púertó Ríkó segja minnst 346 manns hafa misst heimili sín. Fjölmargar byggingar hafa orðið fyrir skemmdum án þess að hrynja og er fólk verulega óttaslegið. Sjá einnig: Flýja húsin sín í Púertó Ríkó Samkvæmt Washington Post hrundu minnst 32 hús í bænum Yauco og eru rúmlega hundrað íbúðir óíbúðarhæfar. Neyðarástandsyfirlýsingin, sem Vazquez skrifaði undir í gærkvöldi, felur í sér að yfirvöld Púertó Ríkó geta leitað til alríkisstjórnar Bandaríkjanna eftir fjárhagsaðstoð vegna jarðskjálftanna. Íbúar eyjunnar eru enn að jafna sig á því þegar fellibylurinn María olli gífurlegum usla, skemmdum og manntjóni. Þar að auki eru yfirvöld eyjunnar að etja við gjaldþrotaferli vegna mikilla skuldbindinga. Púertó Ríkó Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Wanda Vazquez, ríkisstjóri Púertó Ríkó, hefur lýst yfir neyðarástandi á eyjunni eftir að sterkur jarðskjálfti skall þar á í gær. Minnst einn lést í jarðskjálftanum og hús hrundu víða. Skjálftinn olli því einnig að nánast öll eyjan er á rafmagns en rúmlega þrjár milljónir búa á Púertó Ríkó. Skjálftar hafa verið að leika íbúa eyjunnar grátt frá 28. desember. Hundruð skjálfta hafa mælst og þar af tíu yfir fjórum að styrk. Vazquez segist búast við að rafmagn verði komið á aftur að mestu innan tveggja sólarhringa, samkvæmt Reuters. Rafmagnsleysið hefur leitt til þess að minnst 300 þúsund manns hafa ekki aðgang að drykkjarvatni. Embættismenn í Púertó Ríkó segja minnst 346 manns hafa misst heimili sín. Fjölmargar byggingar hafa orðið fyrir skemmdum án þess að hrynja og er fólk verulega óttaslegið. Sjá einnig: Flýja húsin sín í Púertó Ríkó Samkvæmt Washington Post hrundu minnst 32 hús í bænum Yauco og eru rúmlega hundrað íbúðir óíbúðarhæfar. Neyðarástandsyfirlýsingin, sem Vazquez skrifaði undir í gærkvöldi, felur í sér að yfirvöld Púertó Ríkó geta leitað til alríkisstjórnar Bandaríkjanna eftir fjárhagsaðstoð vegna jarðskjálftanna. Íbúar eyjunnar eru enn að jafna sig á því þegar fellibylurinn María olli gífurlegum usla, skemmdum og manntjóni. Þar að auki eru yfirvöld eyjunnar að etja við gjaldþrotaferli vegna mikilla skuldbindinga.
Púertó Ríkó Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira