Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. janúar 2020 18:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. Atburðirnir í nótt voru svar við morði Bandaríkjanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja Quds-hersveita íranska byltingavarðliðsins og einum valdamesta manni landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad sem var svo aftur svar við loftárás Bandaríkjamanna á Hezbollah í Írak. Svo mætti lengi áfram halda enda hefur þessi keðjuverkun undið upp á sig allhressilega, í raun frá því Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig frá kjarnorkusamningi stórvelda heimsins við Íran árið 2018. Allt var á suðupunkti eftir drápið á Soleimani og óttuðust margir um að stríð væri yfirvofandi. Svarið kom eins og áður segir í nótt og sögðu írönsk stjórnvöld að von væri á frekari aðgerðum ef Bandaríkin gerðu gagnárás. Ítrekuðu jafnframt þá afstöðu sína að bandaríski herinn yrði að hörfa frá Mið-Austurlöndum. En mannfall í nótt var ekkert og Trump tilkynnti ekki um frekari árásir í ávarpi sínu í dag. Sagði þó að stjórnvöld væru enn að fara yfir alla möguleika og að bandaríski herinn væri afar öflugur. „Svo virðist sem Íran ætli að bakka, sem er gott fyrir alla hlutaðeigandi og afar gott fyrir heimsbyggðina.“ Forsetinn varði drjúgum hluta ávarpsins í að gagnrýna fyrrnefndan kjarnorkusamning og hvatti aðildarríki hans til þess að koma aftur að borðinu og semja upp á nýtt. Hann kallaði einnig eftir því að Atlantshafsbandalagið leiki stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Íran Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. Atburðirnir í nótt voru svar við morði Bandaríkjanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja Quds-hersveita íranska byltingavarðliðsins og einum valdamesta manni landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad sem var svo aftur svar við loftárás Bandaríkjamanna á Hezbollah í Írak. Svo mætti lengi áfram halda enda hefur þessi keðjuverkun undið upp á sig allhressilega, í raun frá því Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig frá kjarnorkusamningi stórvelda heimsins við Íran árið 2018. Allt var á suðupunkti eftir drápið á Soleimani og óttuðust margir um að stríð væri yfirvofandi. Svarið kom eins og áður segir í nótt og sögðu írönsk stjórnvöld að von væri á frekari aðgerðum ef Bandaríkin gerðu gagnárás. Ítrekuðu jafnframt þá afstöðu sína að bandaríski herinn yrði að hörfa frá Mið-Austurlöndum. En mannfall í nótt var ekkert og Trump tilkynnti ekki um frekari árásir í ávarpi sínu í dag. Sagði þó að stjórnvöld væru enn að fara yfir alla möguleika og að bandaríski herinn væri afar öflugur. „Svo virðist sem Íran ætli að bakka, sem er gott fyrir alla hlutaðeigandi og afar gott fyrir heimsbyggðina.“ Forsetinn varði drjúgum hluta ávarpsins í að gagnrýna fyrrnefndan kjarnorkusamning og hvatti aðildarríki hans til þess að koma aftur að borðinu og semja upp á nýtt. Hann kallaði einnig eftir því að Atlantshafsbandalagið leiki stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Íran Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira