Trump tilkynnti um nýjar þvinganir gegn Íran en ekki frekari árásir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. janúar 2020 18:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. Atburðirnir í nótt voru svar við morði Bandaríkjanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja Quds-hersveita íranska byltingavarðliðsins og einum valdamesta manni landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad sem var svo aftur svar við loftárás Bandaríkjamanna á Hezbollah í Írak. Svo mætti lengi áfram halda enda hefur þessi keðjuverkun undið upp á sig allhressilega, í raun frá því Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig frá kjarnorkusamningi stórvelda heimsins við Íran árið 2018. Allt var á suðupunkti eftir drápið á Soleimani og óttuðust margir um að stríð væri yfirvofandi. Svarið kom eins og áður segir í nótt og sögðu írönsk stjórnvöld að von væri á frekari aðgerðum ef Bandaríkin gerðu gagnárás. Ítrekuðu jafnframt þá afstöðu sína að bandaríski herinn yrði að hörfa frá Mið-Austurlöndum. En mannfall í nótt var ekkert og Trump tilkynnti ekki um frekari árásir í ávarpi sínu í dag. Sagði þó að stjórnvöld væru enn að fara yfir alla möguleika og að bandaríski herinn væri afar öflugur. „Svo virðist sem Íran ætli að bakka, sem er gott fyrir alla hlutaðeigandi og afar gott fyrir heimsbyggðina.“ Forsetinn varði drjúgum hluta ávarpsins í að gagnrýna fyrrnefndan kjarnorkusamning og hvatti aðildarríki hans til þess að koma aftur að borðinu og semja upp á nýtt. Hann kallaði einnig eftir því að Atlantshafsbandalagið leiki stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Íran Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í dag að nýjar viðskiptaþvinganir yrðu lagðar á Írana vegna eldflaugaárása þeirra á bandarískar herstöðvar í Írak í nótt. Enginn fórst í árásunum. Atburðirnir í nótt voru svar við morði Bandaríkjanna á Qasem Soleimani, hershöfðingja Quds-hersveita íranska byltingavarðliðsins og einum valdamesta manni landsins. Sú aðgerð var svar við árás sveita hliðhollra Íran á bandaríska sendiráðið í Bagdad sem var svo aftur svar við loftárás Bandaríkjamanna á Hezbollah í Írak. Svo mætti lengi áfram halda enda hefur þessi keðjuverkun undið upp á sig allhressilega, í raun frá því Trump ákvað að Bandaríkin myndu segja sig frá kjarnorkusamningi stórvelda heimsins við Íran árið 2018. Allt var á suðupunkti eftir drápið á Soleimani og óttuðust margir um að stríð væri yfirvofandi. Svarið kom eins og áður segir í nótt og sögðu írönsk stjórnvöld að von væri á frekari aðgerðum ef Bandaríkin gerðu gagnárás. Ítrekuðu jafnframt þá afstöðu sína að bandaríski herinn yrði að hörfa frá Mið-Austurlöndum. En mannfall í nótt var ekkert og Trump tilkynnti ekki um frekari árásir í ávarpi sínu í dag. Sagði þó að stjórnvöld væru enn að fara yfir alla möguleika og að bandaríski herinn væri afar öflugur. „Svo virðist sem Íran ætli að bakka, sem er gott fyrir alla hlutaðeigandi og afar gott fyrir heimsbyggðina.“ Forsetinn varði drjúgum hluta ávarpsins í að gagnrýna fyrrnefndan kjarnorkusamning og hvatti aðildarríki hans til þess að koma aftur að borðinu og semja upp á nýtt. Hann kallaði einnig eftir því að Atlantshafsbandalagið leiki stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Íran Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira