Enski boltinn

Willian orðinn leikmaður Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Willian í búningi Arsenal á heimasíðu félagsins.
Willian í búningi Arsenal á heimasíðu félagsins. Mynd/Arsenal

Arsenal hefur gengið frá samningi við Brasilíumanninn sem kemur á frjálsri sölu frá Chelsea.

Samningur hins 32 ára gamla Willian rann út í sumar og hann fylgir eftir landa sínum David Luiz og fer frá Chelsea til nágrannanna í Arsenal.

Willian skrifaði undir þriggja ára samning við Arsenal. Chelsea bauð honum líka samning en samningur Arsenal var mun betri. Arsenal staðfesti komu leikmannsins á sínum miðlum í morgun.

„Ég lít svo á að hann sé leikmaður sem getur gert gæfumuninn fyri okkur,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, á heimasíðu félagsins.

„Okkar markmið var að styrkja liðið með sóknarmiðjumanni og kantmönnum,“ sagði Mikel Arteta.

Willian kom til Chelsea frá Anzhi árið 2013 og spilaði alls 339 leiki fyrir félagið. Hann var fimm stóra titla með Chelsea þar á meðal ensku deildina tvisvar sinnum og Evrópudeildina í fyrra. Tvisvar sinnum var hann valinn leikmaður ársins hjá félaginu.

Hann er leikmaður sem gefur okkur marga möguleika. Hann getur spilað í þremur eða fjórum mismunandi leikstöðum,“ sagði Arteta.

Hann hefur upplifað allt í fótboltaheiminum en hefur samt metnað til að koma hingað og hjálpa félaginu að komast þangað sem það á heima,“ sagði Mikel Arteta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.