Rúmlega tíu þúsund krefjast nýrrar stjórnarskrár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 13:01 Katrín Oddsdóttir lögfræðingur segir kröfuna skýra, að fólk vilji að ný stjórnarskrá verði tekin í gildi. Vísir Undirskriftasöfnun á vegum Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá er kominn með rúmlega 10.400 undirskriftir. Að sögn Katrínar Oddsdóttur, sem er ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni, hafa um fimm hundruð til þúsund nýjar undirskriftir bæst við á dag síðustu daga. „Samt hefur þetta ekkert verið auglýst því að þeir sem standa að þessu hafa enga peninga en það sem er svo fallegt er að það er að dreifast út þetta orð og ég held það hafi aldrei áður náðst viðlíka fjöldi, af því að þetta eru allt sannarlegar undirskriftir, fólk þarf að nota rafræn auðkenni til að geta skráð sig á listann,“ segir Kata í samtali við Vísi. Rafrænu undirskriftirnar geti þó valdið vissum vandræðum þó þær séu öruggar, þar sem einhverjir hafi lent í vandræðum með að skrá sig á listann. „Þetta sýnir hins vegar það að þessi krafa er mjög lifandi og það eru margir sem vilja fá þetta í gegn.“ Undirskriftalistinn verður opinn til 19. október og verður hann afhentur þann 20. október en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Við vildum fanga þessu afmæli sem er samt líka sorgarafmæli, að þetta hafi ekki verið virt,“ segir Kata. Markmiðið með undirskriftunum sé að gera það ljóst að það sé ekki í boði að haldin sé þjóðaratkvæðagreiðsla sem Alþingi boðar til og síðan séu niðurstöðurnar hundsaðar. „Við sjáum þetta kjörtímabil eftir kjörtímabil að Alþingi er ekki að leggja þessa nýju stjórnarskrá til grundvallar eins og því ber að gera miðað við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ „Við verðum að berjast fyrir því að hér sé í alvörunni lýðræði á þessu landi og að það sé ekki boðað til kosninga nema ætlunin sé að virða niðurstöður þeirra. Það myndi engum detta í hug að blásið væri til Alþingiskosninga og niðurstöðurnar hundsaðar. Þetta er alveg jafn alvarlegt,“ segir Kata. Gengið fram hjá vilja almennings Kominn sé tími til að ný stjórnarskrá verði tekin í gildi, enda henti stjórnarskráin ekki nútíma samfélagi. „Við burðumst hér með gamla danska stjórnarskrá frá lýðveldisstofnun að grunninum til sem hæfir alls ekki neinu nútímasamfélagi.“ „Við þurfum að fá auðlindaákvæði, vernd blaðamanna og uppljóstrara eins og sést svo berlega á nýjasta dæminu. Við þurfum auðvitað að fá alvöru náttúruvernd og beint lýðræði og persónukjör. Þetta eru risavaxnar umbætur fyrir samfélagið sem við getum ekki beðið eftir lengur og Alþingi virðist ófært um að klára málið,“ segir Kata. Að sögn Kötu er markmiðið að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er skilað en það eru um 10 prósent kjósenda. „Ef að nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi þá væri það nóg til að leggja fram frumvarp á Alþingi og við viljum sýna fram á það að það sé augljóst að það sé verið að ganga fram hjá lýðræðislegum vilja almennings með því að lögfesta ekki þessa nýju stjórnarskrá.“ Hægt er að nálgast undirskriftalistann hér. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sumir vilja nýjan forseta á tólf ára fresti en ekki kóng Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. 12. ágúst 2020 07:00 Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Kristján Eldján er eini fyrrverandi forseti Íslands sem sjálfviljugur sat í embætti í tólf ár eins og lagt er til að verði hámarks tími sem forseti geti gengt embættinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni. 28. júlí 2020 12:16 Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Undirskriftasöfnun á vegum Samtaka kvenna um nýja stjórnarskrá þar sem þess er krafist að Alþingi lögfesti nýja stjórnarskrá er kominn með rúmlega 10.400 undirskriftir. Að sögn Katrínar Oddsdóttur, sem er ein þeirra sem stendur að undirskriftasöfnuninni, hafa um fimm hundruð til þúsund nýjar undirskriftir bæst við á dag síðustu daga. „Samt hefur þetta ekkert verið auglýst því að þeir sem standa að þessu hafa enga peninga en það sem er svo fallegt er að það er að dreifast út þetta orð og ég held það hafi aldrei áður náðst viðlíka fjöldi, af því að þetta eru allt sannarlegar undirskriftir, fólk þarf að nota rafræn auðkenni til að geta skráð sig á listann,“ segir Kata í samtali við Vísi. Rafrænu undirskriftirnar geti þó valdið vissum vandræðum þó þær séu öruggar, þar sem einhverjir hafi lent í vandræðum með að skrá sig á listann. „Þetta sýnir hins vegar það að þessi krafa er mjög lifandi og það eru margir sem vilja fá þetta í gegn.“ Undirskriftalistinn verður opinn til 19. október og verður hann afhentur þann 20. október en þá verða átta ár liðin frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram. „Við vildum fanga þessu afmæli sem er samt líka sorgarafmæli, að þetta hafi ekki verið virt,“ segir Kata. Markmiðið með undirskriftunum sé að gera það ljóst að það sé ekki í boði að haldin sé þjóðaratkvæðagreiðsla sem Alþingi boðar til og síðan séu niðurstöðurnar hundsaðar. „Við sjáum þetta kjörtímabil eftir kjörtímabil að Alþingi er ekki að leggja þessa nýju stjórnarskrá til grundvallar eins og því ber að gera miðað við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar.“ „Við verðum að berjast fyrir því að hér sé í alvörunni lýðræði á þessu landi og að það sé ekki boðað til kosninga nema ætlunin sé að virða niðurstöður þeirra. Það myndi engum detta í hug að blásið væri til Alþingiskosninga og niðurstöðurnar hundsaðar. Þetta er alveg jafn alvarlegt,“ segir Kata. Gengið fram hjá vilja almennings Kominn sé tími til að ný stjórnarskrá verði tekin í gildi, enda henti stjórnarskráin ekki nútíma samfélagi. „Við burðumst hér með gamla danska stjórnarskrá frá lýðveldisstofnun að grunninum til sem hæfir alls ekki neinu nútímasamfélagi.“ „Við þurfum að fá auðlindaákvæði, vernd blaðamanna og uppljóstrara eins og sést svo berlega á nýjasta dæminu. Við þurfum auðvitað að fá alvöru náttúruvernd og beint lýðræði og persónukjör. Þetta eru risavaxnar umbætur fyrir samfélagið sem við getum ekki beðið eftir lengur og Alþingi virðist ófært um að klára málið,“ segir Kata. Að sögn Kötu er markmiðið að ná 25 þúsund undirskriftum áður en listanum er skilað en það eru um 10 prósent kjósenda. „Ef að nýja stjórnarskráin hefði tekið gildi þá væri það nóg til að leggja fram frumvarp á Alþingi og við viljum sýna fram á það að það sé augljóst að það sé verið að ganga fram hjá lýðræðislegum vilja almennings með því að lögfesta ekki þessa nýju stjórnarskrá.“ Hægt er að nálgast undirskriftalistann hér.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sumir vilja nýjan forseta á tólf ára fresti en ekki kóng Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. 12. ágúst 2020 07:00 Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Kristján Eldján er eini fyrrverandi forseti Íslands sem sjálfviljugur sat í embætti í tólf ár eins og lagt er til að verði hámarks tími sem forseti geti gengt embættinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni. 28. júlí 2020 12:16 Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25. júlí 2020 19:20 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Sumir vilja nýjan forseta á tólf ára fresti en ekki kóng Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. 12. ágúst 2020 07:00
Stjórnarskrártillaga hefði stytt forsetatíð þriggja forseta Kristján Eldján er eini fyrrverandi forseti Íslands sem sjálfviljugur sat í embætti í tólf ár eins og lagt er til að verði hámarks tími sem forseti geti gengt embættinu í frumvarpi til breytinga á stjórnarskránni. 28. júlí 2020 12:16
Fimm stjórnarskrárfrumvörp lögð fram á Alþingi í haust Forsætisráðherra leggur fram fimm frumvörp til breytinga á stjórnarskránni á haustþingi. Með því vill hún að þingið hafi góðan tíma til að vinna frumvörpin sem stjórnarskrárfrumvörp eru alltaf síðustu mál sem Alþingi afgreiðir fyrir kosningar sem verða 25. september á næsta ári. 25. júlí 2020 19:20