Sumir vilja nýjan forseta á tólf ára fresti en ekki kóng Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 12. ágúst 2020 07:00 Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. Ég og pabbi minn vöktum síðan langt fram á nótt kosninganóttina um vorið 2009 til þess að fylgjast með framvindu mála. Og þrátt fyrir að hafa svo gott sem ekkert vit á stjórnmálum, þá vissi ég og fann það greinilega í loftinu að þetta var mikilvæg og söguleg stund og að tímarnir sem framundan yrðu myndu væntanlega líka vera sögulegir. Já, þetta voru spennandi tímar til að lifa! Varla var Vinstri Stjórn Jóhönnu sest í sætin sín þegar að ég heyrði að það ætti að endurskoða sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins! Það átti að gera hana lýðræðislegri sem og, hélt hinn ungi ég alla vega, gera það erfiðara fyrir sitjandi valdastétt að skapa annað Hrun. Enn spennandi, hugsaði ég. En nú byrjar minnið mitt að verða örlítið glappótt. Ég man samt að ég fór og kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskránni. Ég held að ég hafi merkt „Já“ við allt, en ég man það ekki alveg. Svo bara gleymdi ég alveg þessum fyrirhuguðum breytingum. Og ég er ekki frá því að þjóðin og yfirvöld hafi gert það sama. Ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á neinar breitingar á stjórnarskránni í nokkur ár. Mér var farið að líða smá eins og mig hefði bara dreymt þetta allt saman. Svo einn daginn var Sigmundur Davíð í einhverjum skjölum frá Panama og þurfti að fjúka. Og vandræðalega stuttu eftir það þurfti Bjarni Benedikts að fjúka líka. Og svo fóru Bjarni og Katrín Jakobs allt í einu að vinna saman og viti menn; dag einn heyrði ég Katrínu minnast eitthvað á stjórnarskrárbreytingar. Þetta var þá ekki draumur eftir allt saman. Svo fer ég á einhvern fund þar sem Sigurður Ingi er að segja frá fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni, allt virðist vera í réttum farvegi... En síðan kom allt í einu þessi bomba: Tillagan var að forseti lýðveldisins skuli aðeins vera á valdastóli í tólf ár. Nei, í þetta sinn var mig heldur ekki að dreyma. Einhvern tíma í öllu þessu langa ferli sem sem að þessar stjórnarskrárbreytingar hafa verið, tókst einhverjum að lauma inn þessari fásinnu; Tímamörk á hve lengi forseti getur verið á valdastóli! Ég hreinlega skil ekki hver sé tilgangurinn með því ákvæði. Ég tel nú ekki að hann Guðni Thorlarcius okkar muni vilja vera við stjórnvöllinn alveg til ársins 2032 eða jafn vel lengur. Ég held að hann sé ekki alveg „týpan“ til þess að vera forseti lengur en í tólf ár. En sá möguleiki er fyrir hendi að árið 2028 gengur í garð og að nokkrir aðilar ákveða að gefa kost á sér sem frambjóðendur til forseta Íslands en að enginn þeirra sé jafn góður kostur og Guðni. Hvað ef stór hluti þjóðarinnar, jafn vel yfirgnæfandi meirihluti, myndi telja það betra að hafa Guðna í fjögur ár í viðbót heldur en, hvern þann ímyndaða frambjóðanda sem lesandi getur látið sér detta í hug. En þetta snýst ekki bara um Guðna, það bara vill svo til að hann er forseti í dag á þessum breytingartímum. Sama gæti komið upp þegar eftirmaður Guðna lætur af embætti eftir tólf ár á valdastóli. Hvers vegna á að setja lýðræðinu einhver tímamörk í stjórnarskrána? Ég hef heyrt fólk segja að ástæðan fyrir því að það ætti að hafa tímamörk á valdatíð forseta sé sú að þegar sitjandi forseti má bjóða sig fram eins oft og hann vill þá endar hann eða hún alltaf á að verða endurkjörin. Sem er rétt, hingað til hefur engin sitjandi forseti tapað kosningu. Ólafur hefði getað breytt þeirri „hefð“ árið 2016 en hann dróg framboð sitt til baka áður en á hólminn var komið. Mér þykir sú staðreynd frekar benda sterklega til að það ætti einmitt ekki að hafa tímamörk, það hefur jú sannað sig hingað til að yfirlýstur meirihluti kjósenda vilji hafa þann sem að situr á valdastóli áfram ef hann gefur kost á sér. Síðan 1944 hafa verið sex forsetar á Íslandi. Það þýðir að meðaltali hefur hver forseti verið við völd í 12,6 ár. Það má því segja að það hafi myndast einskonar óformleg hefð, það mætti segja að hver kynslóð hafi sinn forseta. Ég er af Ólafs-kynslóð, pabbi minn er af Ásgeirs-kynslóð, fólk sem að er núna að vaxa úr grasi, stíga inn í heim hinna fullorðinna og nýta sér atkvæðaréttinn í fyrsta sinn er því af Guðna Th.-kynslóðinni. Og mér þykir það skemmtilegt og fallegt fyrirkomulag, en það er bara mín persónulega skoðun. Einnig hef ég heyrt fólk benda á að svona fyrirkomulag; sex ára kjörtímabil og að aðeins megi sitja í tvö ár að hámarki sér mjög algengt erlendis. Sem kann að vera rétt. En þá er rétt að benda á að algengt er í mörgum af okkar næstu nágranalöndum; Noregi, Danmörku, Svíðþjóð og Bretlandi að þar er alls enginn forseti. Í staðinn hafa þau kónga eða drottningar. Og ég sé engann vera að krefjast þess að Guðni Thorlarcius verði krýndur konungur bara af því að það er algengt stjórnarform í löndunum í kringum okkur. Og sé út í þá sálmana farið þá væri hann Ólafur betri kandídat fyrir slíkt. Nafnið hans hljómar alla vega nánast eins og nafnið á fornum noregskonungi; Ólafur Ragnar Fyrsti! Setjum ekki æðsta embætti landsins einhverjar skorður sem við eigum bara eftir að sjá eftir þegar fram líða stundir. Því ef að þjóðinn myndi virkilega vilja að sitjandi forseti mætti aðeins vera við völd í tólf ár, þá mundi þjóðin kjósa einhvern annan en þann sem að situr í embætti. Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forseti Íslands Mest lesið Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 15.11.2025 Halldór Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Sjá meira
Ég var nýkominn með kosningaaldur þegar Hrunið átti sér stað. Ég bjó þá útá landi svo að ég varð að láta það nægja að horfa á mótmæli vörubílstjóranna, búsáhaldabyltinguna, táragasið og bálkestina á Austurvelli í sjónvarpinu. Ég og pabbi minn vöktum síðan langt fram á nótt kosninganóttina um vorið 2009 til þess að fylgjast með framvindu mála. Og þrátt fyrir að hafa svo gott sem ekkert vit á stjórnmálum, þá vissi ég og fann það greinilega í loftinu að þetta var mikilvæg og söguleg stund og að tímarnir sem framundan yrðu myndu væntanlega líka vera sögulegir. Já, þetta voru spennandi tímar til að lifa! Varla var Vinstri Stjórn Jóhönnu sest í sætin sín þegar að ég heyrði að það ætti að endurskoða sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins! Það átti að gera hana lýðræðislegri sem og, hélt hinn ungi ég alla vega, gera það erfiðara fyrir sitjandi valdastétt að skapa annað Hrun. Enn spennandi, hugsaði ég. En nú byrjar minnið mitt að verða örlítið glappótt. Ég man samt að ég fór og kaus í þjóðaratkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs til breytinga á stjórnarskránni. Ég held að ég hafi merkt „Já“ við allt, en ég man það ekki alveg. Svo bara gleymdi ég alveg þessum fyrirhuguðum breytingum. Og ég er ekki frá því að þjóðin og yfirvöld hafi gert það sama. Ég man ekki eftir að hafa heyrt minnst á neinar breitingar á stjórnarskránni í nokkur ár. Mér var farið að líða smá eins og mig hefði bara dreymt þetta allt saman. Svo einn daginn var Sigmundur Davíð í einhverjum skjölum frá Panama og þurfti að fjúka. Og vandræðalega stuttu eftir það þurfti Bjarni Benedikts að fjúka líka. Og svo fóru Bjarni og Katrín Jakobs allt í einu að vinna saman og viti menn; dag einn heyrði ég Katrínu minnast eitthvað á stjórnarskrárbreytingar. Þetta var þá ekki draumur eftir allt saman. Svo fer ég á einhvern fund þar sem Sigurður Ingi er að segja frá fyrirhuguðum breytingum á stjórnarskránni, allt virðist vera í réttum farvegi... En síðan kom allt í einu þessi bomba: Tillagan var að forseti lýðveldisins skuli aðeins vera á valdastóli í tólf ár. Nei, í þetta sinn var mig heldur ekki að dreyma. Einhvern tíma í öllu þessu langa ferli sem sem að þessar stjórnarskrárbreytingar hafa verið, tókst einhverjum að lauma inn þessari fásinnu; Tímamörk á hve lengi forseti getur verið á valdastóli! Ég hreinlega skil ekki hver sé tilgangurinn með því ákvæði. Ég tel nú ekki að hann Guðni Thorlarcius okkar muni vilja vera við stjórnvöllinn alveg til ársins 2032 eða jafn vel lengur. Ég held að hann sé ekki alveg „týpan“ til þess að vera forseti lengur en í tólf ár. En sá möguleiki er fyrir hendi að árið 2028 gengur í garð og að nokkrir aðilar ákveða að gefa kost á sér sem frambjóðendur til forseta Íslands en að enginn þeirra sé jafn góður kostur og Guðni. Hvað ef stór hluti þjóðarinnar, jafn vel yfirgnæfandi meirihluti, myndi telja það betra að hafa Guðna í fjögur ár í viðbót heldur en, hvern þann ímyndaða frambjóðanda sem lesandi getur látið sér detta í hug. En þetta snýst ekki bara um Guðna, það bara vill svo til að hann er forseti í dag á þessum breytingartímum. Sama gæti komið upp þegar eftirmaður Guðna lætur af embætti eftir tólf ár á valdastóli. Hvers vegna á að setja lýðræðinu einhver tímamörk í stjórnarskrána? Ég hef heyrt fólk segja að ástæðan fyrir því að það ætti að hafa tímamörk á valdatíð forseta sé sú að þegar sitjandi forseti má bjóða sig fram eins oft og hann vill þá endar hann eða hún alltaf á að verða endurkjörin. Sem er rétt, hingað til hefur engin sitjandi forseti tapað kosningu. Ólafur hefði getað breytt þeirri „hefð“ árið 2016 en hann dróg framboð sitt til baka áður en á hólminn var komið. Mér þykir sú staðreynd frekar benda sterklega til að það ætti einmitt ekki að hafa tímamörk, það hefur jú sannað sig hingað til að yfirlýstur meirihluti kjósenda vilji hafa þann sem að situr á valdastóli áfram ef hann gefur kost á sér. Síðan 1944 hafa verið sex forsetar á Íslandi. Það þýðir að meðaltali hefur hver forseti verið við völd í 12,6 ár. Það má því segja að það hafi myndast einskonar óformleg hefð, það mætti segja að hver kynslóð hafi sinn forseta. Ég er af Ólafs-kynslóð, pabbi minn er af Ásgeirs-kynslóð, fólk sem að er núna að vaxa úr grasi, stíga inn í heim hinna fullorðinna og nýta sér atkvæðaréttinn í fyrsta sinn er því af Guðna Th.-kynslóðinni. Og mér þykir það skemmtilegt og fallegt fyrirkomulag, en það er bara mín persónulega skoðun. Einnig hef ég heyrt fólk benda á að svona fyrirkomulag; sex ára kjörtímabil og að aðeins megi sitja í tvö ár að hámarki sér mjög algengt erlendis. Sem kann að vera rétt. En þá er rétt að benda á að algengt er í mörgum af okkar næstu nágranalöndum; Noregi, Danmörku, Svíðþjóð og Bretlandi að þar er alls enginn forseti. Í staðinn hafa þau kónga eða drottningar. Og ég sé engann vera að krefjast þess að Guðni Thorlarcius verði krýndur konungur bara af því að það er algengt stjórnarform í löndunum í kringum okkur. Og sé út í þá sálmana farið þá væri hann Ólafur betri kandídat fyrir slíkt. Nafnið hans hljómar alla vega nánast eins og nafnið á fornum noregskonungi; Ólafur Ragnar Fyrsti! Setjum ekki æðsta embætti landsins einhverjar skorður sem við eigum bara eftir að sjá eftir þegar fram líða stundir. Því ef að þjóðinn myndi virkilega vilja að sitjandi forseti mætti aðeins vera við völd í tólf ár, þá mundi þjóðin kjósa einhvern annan en þann sem að situr í embætti. Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur.
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar