Erlent

Fundu stærðarinnar kókaínverksmiðju í reiðskóla

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá aðgerðum lögreglunnar í Hollandi.
Frá aðgerðum lögreglunnar í Hollandi.

Lögreglan í Hollandi fann á föstudaginn stærstu kókaínverksmiðju sem fundist hefur í landinu. Sautján voru handteknir þegar ráðist var til atlögu gegn verksmiðjunni, þar sem allt að 150 til 200 kíló af kókaíni voru framleidd á dag, samkvæmt lögreglunni.

Meirihluti þeirra sem voru handteknir eru með kólumbískt ríkisfang.

Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir Andre van Rijn, yfirmaður lögreglunnar, að götuverðmæti slíks magns af kókaíni sé frá 4,5 milljónum evra til sex milljóna. Sex milljónir evra eru um það bil 966 milljónir króna.

Verksmiðjan fannst í gömlum reiðskóla nærri bænum Nijeveen. Þar fundust hundrað kíló af kókaínbasa og mikið af klæðnaði sem hægt er að binda kókaín við svo auðveldara sé að smygla því yfir landamæri.

Í yfirlýsingu lögreglunnar segir að framleiðsla fíkniefna og smygl sé umfangsmikið vandamál í Hollandi sem leiði til frekari vandamála í samfélaginu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.